Home / Fréttir / Stórtjón Rússa með „fjöldaeyðingu“ skriðdreka og brynvagna

Stórtjón Rússa með „fjöldaeyðingu“ skriðdreka og brynvagna


Á myndinni má sjá yfirgefna rússneska vígdreka

Einni mestu vélaherdeildarárás sem Rússar hafa gert í Úkraínustríðinu lauk með „fjöldaeyðingu“ á vígdrekunum. Rússneskar hersveitir sóttu laugardaginn 30. mars fram í Donetsk-héraði í austurhluta Úkraínu og stefndu til „umtalsverðrar“ árásar skammt frá þorpinu Tonenke.

David Axe, stríðsfréttaritari bandaríska tímaritsins Forbes og bandaríska hugveitan Institute for the Study of (ISW) segja frá þessari hrakför Rússa.

Í sókn vélaherdeildar er beitt skriðdrekum og brynvörðum ökutækjum og Rússar sendu marga slíka vígdreka fram 30. mars:

Alls 36 skriðdrekar og 12 brynvarin ökutæki með fótgönguliða voru send í áttina að þorpinu, skammt frá Avdijivka sem Rússar náðu í febrúar, segir ISW og vitnar í úkraínskan hermann.

ISW segir að á myndskeiðum megi sjá að að „mikinn fjölda“ ónýtra og laskaðra rússneskra skriðdreka og brynvagna.

Fréttaritari Forbes segir að sókninni hafi lokið með einni mestu „fjöldaeyðingu skriðdreka“ í 25 mánaða innrásarstríði Rússa í Úkraínu: „Þegar reykurinn hvarf höfðu Rússar skilið eftir um þriðjung skriðdreka sinna,“ segir hann.

Úkraínski hermaðurinn sem ISW nefnir segir að úkraínska hernum hafi tekist að eyðileggja 12 skriðdreka og átta brynvagna fótgönguliðsins.

Það er mat ISW að varnarstyrkur Úkraínuhers 30. mars gefi til kynna að Úkraínumenn hafi styrk til að verjast árásum sem Rússar kunni að gera í sókninni sem þeir hefji sumarið 2024.

 

Skoða einnig

Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan …