Home / Fréttir / Stoltenberg segir NATO ekki vilja nýtt kalt stríð

Stoltenberg segir NATO ekki vilja nýtt kalt stríð

Jens Stoltenberg
Jens Stoltenberg

 

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í fyrri viku. Að fundinum loknum sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, við BBC, breska ríkisútvarpið, að NATO vildi forðast annað kalt stríð.

Hann sagði að með því að senda 4.000 hermenn til Eystrasaltslandanna og Póllands undir merkjum NATO væri markmiðið að koma í veg fyrir árekstra en ekki ýta undir þá.

Hann áréttaði að bandalagið teldi Rússa ekki ógna sér þrátt fyrir núverandi spennu í samskiptunum. Segir BBC að þessi samskipti hafi aldrei verið verri síðan kalda stríðinu lauk.

Fjögur 1.000 manna herfylki undir forystu Bandaríkjamanna, Breta, Kanadamanna og Þjóðverja verða send til Póllands, Eistlands, Lettlands og Litháens snemma á næsta ári.

Í samtalinu við BBC segir Stoltenberg að innan NATO telji menn ekki að um yfirvofandi hættu frá Rússum sé að ræða heldur sé þetta svar vegna yfirgangs Rússa gegn Úkraínumönnum auk þess sem bregðast yrði við því sem hann kallaði kjarnorkuvopnaglamur í yfirlýsingum Rússa til að hræða Evrópuþjóðir.

Innan NATO telja menn að Rússar hafi skipað um 330.000 hermönnum í búðir skammt frá vestur landamærum sinum.

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …