Home / Fréttir / Stoltenberg bregst við frýjunarorðum Trumps

Stoltenberg bregst við frýjunarorðum Trumps

Jens Stoltenberg á blaðamannafundi 14. febrúar 2024.

Við ættum ekki að grafa undan trúverðugleika fælingarmáttar NATO,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, miðvikudaginn 14. febrúar og veitti Donald Trump opinbera ávítingu.

„Fæling mótar huga andstæðinga okkar. Við ættum ekki að ýta undir neitt sem valdið getur misreikningi eða misskilningi í Moskvu um viðbúnað okkar, staðfestu okkar og ásetning okkar um að verja allar bandalagsþjóðirnar, sagði framkvæmdastjórinn á fundi fyrir varnarmálaráðherra bandalagsins í Brussel.

„Og ástæðan fyrir því er ekki að stofna til átaka heldur að koma í veg fyrir átök eins og NATO hefur gert með góðum árangri í 75 ár.

Það fellur að þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna að NATO haldi styrk sínum, sterku er í þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna, bætti hann við, þar sem landið hefði aldrei barist eitt í stríði.

Ummæli Stoltenbergs eru viðbgð sem Donald Trump lét falla á kosningafundi í Suður-Karólínu í lok fyrri viku þar sem hann gagnrýndi Evrópuríkin í NATO fyrir að verja ekki allt að 2% af vergri landsframleiðslu (VLF) til varnarmála.

Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa brugðist illa við orðum Trumps.

Biden sagði: „Það versta er að hann meinar þetta. Enginn annar forseti í sögu okkar hefur beygt sig fyrir rússneskum einræðisherra.“

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði að ummæli Trump hefðu verið „óábyrg og hættuleg“. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, talaði um „óábyrgar yfirlýsingar“ sem „þjónuðu aðeins hagsmunum Pútíns“.

„Grunnhugmyndin að baki NATO er að árás á einn bandamann kalli fram viðbrögð allra bandalagsríkjanna. Svo lengi sem við stöndum saman á bak við þessi skilaboð komum við í veg fyrir hernaðarárás á hvaða bandalagsríki sem er. Þannig að tilgangur NATO er að koma í veg fyrir stríð, að varðveita frið,“ sagði Stoltenberg við fréttamenn þegar hann var spurður um ummæli Trumps.

„Allt sem sagt er um að við stöndum ekki fyrir hver með öðrum, að við ætlum ekki að vernda hvert annað grefur undan öryggi okkar allra og eykur áhættuna,“ sagði framkvæmdastjórinn. „Það er mikilvægt að bæði í verki og orðum segjum við skýrt að við stöndum við skuldbindingu NATO um að vernda og verja allar bandalagsþjóðir.

Þá upplýsti Stoltenberg að samkvæmt nýjustu áætlunum bandalagsins muni allt að 18 bandamenn ná 2% útgjaldamarkmiðinu fyrir árslok 2024. Gert er ráð fyrir að evrópskir bandamenn og Kanada leggi 380 milljarða dollara (355 milljarða evra) til varnarmála, sem myndi nema u. þ. b. 2% af samanlagðri landsframleiðslu þeirra.

„Gagnrýnin (í Bandaríkjunum) snýst ekki um NATO. Hún snýst um að bandamenn NATO hafi varið nógu miklu fé í þágu NATO. Og það er rétt athugað, sagði Stoltenberg.

„Þessi skilaboð (Bandaríkjamanna) hafa haft áhrif. Bandalagsríki í Evrópu og Kanada hafa hert róðurinn og ég treysti á að þau haldi því áfram.

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …