Home / Fréttir / Stjórnvöld Litháens vara við yfirvofandi hættu af Rússum

Stjórnvöld Litháens vara við yfirvofandi hættu af Rússum

Veggmynd í Vilnius, Pútín og Trump
Veggmynd í Vilnius, Pútín og Trump

Stjórnvöld í Litháen vara við því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti láti reyna á staðfestu NATO á vikunum áður en Donald Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta 20. janúar 2017.

BBC birti frétt þessa efnis föstudaginn 18. nóvember og vitnaði í Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, sem sagðist „mjög hræddur“ um örlög Eystrasaltsríkjanna eins og Aleppó í Sýrlandi.

Í frétt BBC segir að hvergi fylgist menn betur með framgangi mála eftir sigur Donalds Trumps en í Eystrasaltslöndunum.

Í Litháen rökstyðja menn svartsýni sína um áform Rússa með vísan til legu landsins og sögu.

Litháen gerðist aðili að NATO árið 2004 en frá síðari heimsstyrjöldinni fram til 1991 var landið hluti Sovétríkjanna. Litháar eiga land að rússnesku hólmlendunni Kaliningrad sem er fyrir botni Eystrasalts milli Litháens og Póllands.

Í Vilníus má sjá stóra veggmynd sem sýnir Donald Trump og Valdimír Pútín í heitu faðmlagi, sjá meðfylgjandi mynd.

BBC segir að eðlilega sé afstaða stjórnvalda ekki kynnt á jafnt ögrandi hátt og gert sé með veggmyndinni en augljóst sé að ríkisstjórn Litháens þyki nóg um náin tengsl Trumps og Pútíns.

Í Litháen óttast menn, segir BBC, að Bandaríkjamönnum sé meira í mun að eiga góð samskipti við Rússa en hlusta á skoðanir þeirra í Austur-Evrópu sem segja að yfirvofandi hernaðarógn stafi af ráðamönnum í Moskvu.

 

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …