Home / Fréttir / Stjórnarkreppan leyst á Ítalíu

Stjórnarkreppan leyst á Ítalíu

 

Giuseppe Conte tilkynnir afsögn sína sem verðandi forsætisráðherra.
Giuseppe Conte tilkynnir afsögn sína sem verðandi forsætisráðherra.

Sergio Mattarrella, forseti Ítalíu, veitti Giusppe Conte lögfræðingi umboð til að mynda ríkisstjórn fimmtudaginn 31. maí eftir að hafa séð ráðherralista hans.

Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins (langt til hægri) verður innanríkisráðherra og Luigi Di Maio, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar (langt til vinstri) verður ráðherra efnahagsþróunar.

Paolo Savona sem átti að verða fjármála- og efnahagsmálaráðherra á ráðherralista sem Conte lagði fyrir Ítalíuforseta sunnudaginn 27. maí en var hafnað verður Evrópumálaráðherra.

Giuseppe Trio verður fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Hann er hagfræðiprófessor og styður evru-aðild Ítalíu. Enzo Moavero Milanesi verður utanríkisráðherra. Hann er öllum hnútum kunnugur innan ESB því að hann starfaði í 20 ár fyrir framkvæmdastjórn sambandsins í Brussel.

Stefnt er að því að nýja ríkisstjórnin taki til starfa föstudaginn 1. júní.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …