Home / Fréttir / Spenna milli Norðmanna og Rússa í Barentshafi vegna flotaæfinga

Spenna milli Norðmanna og Rússa í Barentshafi vegna flotaæfinga

Norska vefsíðan Barents Observer birti þessa mynd af svæðum sem Rússar vilja loka í óþökk norskra sjómanna.

Rússar hafa hófu föstudaginn 11. ágúst  umfangsmikillar flotaæfingar á Barentshafi með þátttöku 20 herskipa, stuðningsskipa og kafbáta. Átta þúsund hermenn taka þátt í æfingunni.

Norsk fiskiskip og rannsóknarskip eru við veiðar og rannsóknir á hafsvæði sem Rússar hafa lýst bannsvæði vegna þess að skip geti orðið fyrir tjóni frá skotæfinggum.

Skipstjórar margra norskra fiskiskipa neita að fara að þessum fyrirmælum Rússa og segja óásættanlegt að þeir séu neyddir til að yfirgefa veiðisvæði í eigin lögsögu.

Norska strandgæslan staðfestir að ekki sé skylt að sigla norsku skipunum út af svæðinu en varar við hættuna af því að vera á stað þar sem æfingar með flugskeyti skapi hættu.

Norsk yfirvöld leggja áherslu á að Rússar eigi rétt á að efna til heræfinga á norskum hafsvæðum en vænta þess að við framkvæmd æfinganna sé farið að hafréttar- og alþjóðalögum samhliða því sem virt sé öryggi norskra skipa.

Rússneski Norðurflotinn óskar eftir að gera tilraunir með flugskeyti og hefur því lokað umferð á sjó og í lofti frá klukkan 05.00 og 18.00 daglega frá 11. ágúst til þriðjudagsins 15. ágúst. Svæðin eru norðarlega í efnahagslögsögu Noregs og sunnarlega á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …