Home / Fréttir / Spenna eykst á Svartahafi

Spenna eykst á Svartahafi

Rússnesk herskip á Svartahafi.

Úkraínustjórn hefur birt viðvörun til skipa á Svartahafi sem stefna til hafna undir stjórn Rússa. Litið verður á þau sem skip hlaðin hergögnum.

„Frá og með miðnætti 21. júlí mun Úkraínuher líta á öll skip á Svarthafi sem stefna í átt til hafna á hernumdum svæðum sem herflutningaskip,“ segir í tilkynningu frá herstjórn Úkraínu fimmtudaginn 20. júlí.

Sama á við um skip sem sigla um norðaustur hluta Svartahafs og Kertsjsund. Þau eru einnig vöruð við vegna ferða sinna.

Spenna hefur aukist á þessum slóðum eftir að Rússar sögðu sig fyrr í vikunni frá kornsölusamningnum sem tryggði Úkraínumönnum öryggi við útflutning á korni um ákveðna siglingaleið á Svartahafi.

Rússar bönnuðu miðvikudaginn 19. júlí skipaferðir um norðvestur- og suðausturhluta Svartahafs. Þegar Úkraínumenn sögðust vilja halda kornútflutningnum áfram var svar Rússa að þeir myndu líta á flutningaskip á leið til Úkraínu um Svartahaf sem réttmæt hernaðarleg skotmörk.

Skoða einnig

Bardagareyndur hershöfðingi settur yfir rússnesku herstjórnina í norðvestri

Þriggja stjörnu hershöfðinginn Aleksandr Lapin var 15. maí skipaður yfirmaður Leningrad-herstjórnarsvæðisins í Rússlandi. Svæðið er …