Home / Fréttir / Spánn: Sósíalistar falla frá breytingum á útlendingastefnunni

Spánn: Sósíalistar falla frá breytingum á útlendingastefnunni

 

Myndin et frá Ceuta, hólmlendu Spánverja í Marokkó. Hún sýnir gleði þeirra sem tekist hefur að brjórtast inn á spánskt yfirráðasvæði.
Myndin et frá Ceuta, hólmlendu Spánverja í Marokkó. Hún sýnir gleði þeirra sem tekist hefur að brjórtast inn á spánskt yfirráðasvæði.

Eftir að sósíalistar settust í ríksstjórn Spánar undir forsæti Pedros Sánchez sögðust þeir ætla að endurskoða þá stefnu sem fylgt hefur verið í Ceuta, hólmlendu Spánverja í Marokkó, að snúa fólki tafarlaust aftur til Marokkó komist það inn í hólmlenduna. Horfið var frá þessari endurskoðun fimmtudaginn 26. júlí þegar rúmlega 700 manns, farandfólk frá Afríku, ruddist inn í Ceuta.

Innanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um að lögreglan mundi framfylgja gildandi lögum og reka hvern þann á brott á staðnum sem kæmi ólöglega inn í Ceuta. Ekki yrði nein breyting gerð á þessum ákvæðum útlendingalaganna eða öðrum nema um yrði að ræða breytingar á útlendingalöggjöf ESB.

Til átaka kom milli lögreglu og þeirra sem reyndu að brjótast inn í Ceuta snemma morguns fimmtudaginn 26. júlí. Spænska blaðið El País segir lögreglu ekki hafa áður kynnst svo mikilli hörku af hálfu farandfólksins sem beitti meðal annars bensínsprengjum.

Spænska ríkisstjórnin viðurkennir að kerfi hennar vegna móttöku á ólöglegum innflytjendum sé sprungið, straumur aðkomumanna hafi aukist svo undanfarnar vikur. Fimmtudaginn 26. júlí gengu meira en 300 aðkomumenn á land í Andalúsíu á Suður-Spáni af bátum sem þeir höfðu siglt frá Marokkó.

Eftir að gripið var til aðgerða til að loka aðgengi að Grikklandi og Ítalíu streymir flótta- og farandfólk nú til Spánar í von um að geta sest að í Evrópu. Allar spænskar mótttökustöðvar eru yfirfullar og fólk hefur búið um sig hvar sem það finnur skjól, til dæmis í lögreglustöðvum eða um borð í skipum.

Frontex, evrópska landamærastofnunin, telur að frá 1. janúar til 15. júlí 2018 hafi 18.016 komið ólöglega til Spánar, 114% sinnum fleiri en 2017 en talan þá var 170% hærri en árið 2016.

Við Njörvasund (Gíbraltarsund) urðu móttökustöðvar fullar mánudaginn 23. júlí eftir að um 1.000 manns var bjargað af sjó þá um helgina, 265 þennan komu sama mánudag og síðan komu 334 í viðbót þriðjudaginn 23. júlí.

Föstudaginn 27. og laugardaginn 28. júlí björguðu áhafnir spænskra strandgæsluskipa tæplega 1.000 manns á Miðjarðarhafi. Alls var um 200 manns bjargað úr 10 bátum fyrri hluta laugardags og 770 úr 52 bátum á föstudeginum.

Baðstrandargestum brá þegar þéttsetin fleyta með rúmlega 30 manns tók land þar sem þeir nutu sólar á föstudaginn. Þeir sem voru um borð tóku á rás upp frá ströndinni þegar lögregla birtist og reyndi að smala þeim saman.

 

Skoða einnig

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á …