Home / Fréttir / Soros safnar fé til að halda Bretum í ESB

Soros safnar fé til að halda Bretum í ESB

 

telemmglpict000152494402_trans_nvbqzqnjv4bq-wiowl5ah7faej8iwjw2yw_hdvitmvo3lokbtz3uvfi
George Soros

Brexit-samkomulag, það er úrsagnarskilmála Breta, og stuðla þannig að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu eða þingkosningum.

Segir The Telegraph að þetta komi fram í aðgerðaáætlun sem lekið hafi verið frá undirbúningsnefnd aðgerðanna.

Í skjalinu segir að með baráttunni sem hefjist nú undir lok febrúar sé stefnt að því að „vekja þjóðina til vitundar um að Brexit marki engin endalok. Ekki sé of seint að koma í veg fyrir Brexit“.

Stefnt er að fjöldafundum á götum úti og tónleikum. Verður leitast við að höfða sérstaklega til ungs fólks. Spjótum verður sérstaklega beint að þingmönnum í 100 kjördæmum sem styðja ESB-úrsögn og lagt á ráðin um „skæruliðahernað“ til að afla málstaðnum fylgis.

Aðild Soros að baráttunni kom í ljós mánudaginn 5. febrúar þegar hann bauð sex fjársterkum stuðningsmönnum Íhaldsflokksins á heimili sitt í Chelsea í London.

Nú eru rúm 25 ár síðan Soros veðjaði rúmlega einum milljarði punda gegn pundinu skömmu áður en Bretar drógu sig út úr evrópska gjaldmiðlasamstarfinu

European Exchange Rate Mechanism. Soros hefur verið sakaður um að skipuleggja mótmælaaðgerðir gegn Donald Trump í Bandaríkjunum og að blanda sér í stjórnmálastarf í ýmsum Evrópulöndum.

Skoða einnig

Sameinaður norrænn flugherafli að fæðast

Norrænu ríkin fjögur, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, hafa ákveðið að dýpka samstarf flugherja sinna. …