Home / Fréttir / Skripal á batavegi – Bandaríkjastjórn setur rússneska auðmenn á svartan lista

Skripal á batavegi – Bandaríkjastjórn setur rússneska auðmenn á svartan lista

 

Sergei Skripal.
Sergei Skripal.

Skýrt var frá því í Salisbury District Hospital á Englandi föstudaginn 6. apríl að Sergei Skripal sem varð fyrir eiturárás í Salisbury ásamt dóttur sinni, Juliu, 4. mars „svari meðferð vel, framfarir eru hraðar og ástand hans er lengur alvarlegt“.

Feðginin fundust meðvitundarlaus vegna árásar með taugaeitri á garðbekk í miðbæ Salisbury. Rannsakendur segja að eitrið hafi verið smurt á hún á útihurðinni á húsi þeirra. Julia Skripal er einnig á batavegi.

Sama dag og þessar fréttir berast af fórnarlömbum árásarinnar birti Bandaríkjastjórn lista með nöfnum rússneskra auðmanna sem beittir verða sérstökum fjármálalegum refsingum. Í tilkynningu frá skrifstofu Bandaríkjaforseta segir að með þessu sé brugðist við „illviljuðum aðgerðum“ stjórnvalda í Moskvu.

„Með þessum aðgerðum bregst Bandaríkjastjórn við öllu því sem gert hefur verið og gert er af hálfu rússnesku ríkisstjórnarinnar auk þess sem framgangan verður sífellt óskammfeilnari með illviljuðum aðgerðum víða um heim,“ sagði bandarískur embættismaður. „Með þessu er þó fyrst og síðast brugðist við stöðugum árásum Rússa til að grafa undan vestrænum lýðræðisríkjum.“

Refisaðgerðir Bandaríkjastjórnar snúa einkum að mönnum og fyrirtækjum á sviði orku- og fjármála. Á listanum er til dæmis forstjóri Gazprom, Alexei Miller; tengdasonur Pútíns, Kirill Shamalov; áljöfurinn Oleg Deripaska og Andreij Kostin, stjórnandi annars stærsta banka landsins, VTB, sem lýtur stjórn ríkisins.

Í Kreml svöruðu menn ákvörðun Bandaríkjastjórnar með því að segja að ríkisstjórnin mundi veita einstaklingunum 17 og fyrirtækjunum 12 á listanum sérstakan stuðning reynist það nauðsynlegt. Ritari rússneska þjóðaröryggisráðsins, Nikolai Patrushev, sagði að þetta héldi ekki aftur af ráðamönnum í Moskvu við að rækta tengsl við Bandaríkjamenn.

Heimild: DW

 

Skoða einnig

Bardagareyndur hershöfðingi settur yfir rússnesku herstjórnina í norðvestri

Þriggja stjörnu hershöfðinginn Aleksandr Lapin var 15. maí skipaður yfirmaður Leningrad-herstjórnarsvæðisins í Rússlandi. Svæðið er …