Home / Fréttir / Skotflaugaæfingar skapa spennu milli Úkraínumanna og Rússa

Skotflaugaæfingar skapa spennu milli Úkraínumanna og Rússa

Skotpallur Úkraínuhers
Skotpallur Úkraínuhers

 

Úkraínuher hóf fimmtudaginn 1. desember tveggja daga æfingar í suðurhluta Kherson-héraðs sem liggur að Krím. Í Moskvu segja menn þetta „hættulegt fordæmi“.

Dmitríj Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði við rússneska dagblaðið Vedomosti að rússneski herinn mundi skjóta niður skotflaugar sem ógnuðu landi ríkisins.

„Hér í Kreml viljum við ekki sjá Úkraínumenn gera neitt sem brýtur gegn alþjóðalögum og kynni að skapa hættuástand fyrir alþjóðlegt flug yfir rússneskt land eða nálæg héruð,“ sagði Peskov.

Í úkraínskum fjölmiðlum segir að rússneska varnarmálaráðuneytið hafi boðað að allar skotflaugar sem brytu rússneska lofthelgi yrðu skotnar niður og skotpallar þeirra eyðilagðir.

Talsmaður Úkraínustjórnar sagði hins vegar að 112.ua skotflaugar myndu ekki lenda nær landamærum Krím en 30 km og æfingarnar brytu ekki í bága við alþjóðalög.

Hann sagði flaugunum hefði þegar verið skotið á loft og allt gengi samkvæmt áætlun. Rússar hefðu ekki gripið til neinna gagnaðgerða. Úkraínuher væri undir allt búinn.

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …