Home / Fréttir / Skemmdarverkaáætlun Rússa fyrir Norðursjó rannsökuð

Skemmdarverkaáætlun Rússa fyrir Norðursjó rannsökuð

Norrænu ríkisútvarpsstöðvarnar fylgdust með rússneska rannsóknarskipinu Admiral Vladimirskíj en ferðir þess bentu til þess að um njósnaskip væri að ræða.

Rússar hafa gert áætlun um að vinna skemmdarverk á vindorkuverum og fjarskiptaköplum í Norðursjó.

Þetta er niðurstaða sameiginlegrar rannsóknar ríkissjónvarpsstöðvanna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi en þær hafa undanfarið unnið að úttekt á leynilegum aðgerðum Rússa í löndum sínum.

Rússar dulbúa skemmdarverkaskip sín sem fiskiskip og rannsóknarskip á Norðursjó. Skipin eru með búnað til athugana neðansjávar og þau gera kort af svæðum þar sem skemmdarverk valda mestu tjóni.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að breskir embættismenn geri sér grein fyrir að rússnesk skip sem séu á sveimi við strendur Bretlands séu hluti þessarar áætlunarinnar.

Sagt er norrænu ríkisútvörpin DR, NRK, SVT og Yle birti fyrstu sameiginlegu niðurstöður rannsókna sinna í dag, miðvikudaginn 19. apríl.

Fyrr í vikunni birti DR frásögn af rússneskum njósnara í Danmörku sem lagði sig meðal annars eftir upplýsingum um eftirlit á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum.

Skoða einnig

Döpur og dauf ræða „nýs“ Trumps á flokksþingi

„Nýi Donald Trump róaði og þaggaði niður í þjóðinni í 28 mínútur í gærkvöldi. Síðan …