Home / Fréttir / Síðari launmorðingi Rússa í Salisbury nafngreindur

Síðari launmorðingi Rússa í Salisbury nafngreindur

Alexander Jevgenjevich Mishkin, rússneskur herlæknir.
Alexander Jevgenjevich Mishkin, rússneskur herlæknir.

Við rannsókn á opnum gögnum hefur tekist að ákvarða rétt nafn á síðari manninni af tveimur sem reyndu að myrða Sergei Skripal,

fyrrv. rússneskan njósnara, í Salisbury á Suður-Englandi 4. mars 2018. Hann er Alexander Jevgenjevich Mishkin, rússneskur herlæknir.

Á  vefsíðunni Bellingcat var skýrt frá nafni mannsins mánudaginn 8. október og þess jafnframt getið að hann starfaði sem herlæknir innan GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Á vefsíðunni sérhæfa menn sig í að greina opinber rússnesk gögn og ræða við fólk til að sannreyna það sem frá stjórnvöldum og öðrum kemur.

Breska lögreglan notaði nafnið Alexander Petrov í vegabréfi mannsins þegar upplýst var um aðild GRU að morðtilrauninni. Hinn launmorðinginn ferðaðist undir nafninu Ruslan Boshirov en fyrir nokkru upplýsti Bellingcat að hann heitir Anatolíj Tsjepiga. Hann er ofursti í GRU og hefur fengið mörg heiðursmerki fyrir vaska framgöngu.

Mennirnir hafna öllum ásökunum um að þeir hafi verið í ólöglegum tilgangi í Salisbury. Þeir hafi farið þangað til að skoða frægu dómkirkjuna þar. Í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina RT í september sögðust mennirnir vinna við gerð og sölu fæðubótarefna.

Bresk yfirvöld láta hjá líða að segja nokkuð um niðurstöður rannsakenda hjá Bellingcat en fullyrða á hinn bóginn að mennirnir hafi farið að fyrirmælum frá æðstu stöðum í Moskvu. Því hafna Rússar.

Bellingcat  segir að Mishkin sé fæddur í júlí 1979 í þorpinu Lojga í Arkhangelsk-héraði í norðurhluta Rússlands. Fram til september 2014 hafi hann verið skráður til heimilis í höfuðstöðvum GRU í Moskvu. Á vefsíðunni segir jafnframt að Mishkin hafi oft ferðast til Úkraínu.

 

 

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …