
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mótmælti af þunga við upphaf vitnisburðar síns fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þriðjudaginn 13. júní að hefði nokkru sinni rætt við Rússa um „nokkurs konar afskipta“ af forsetakosningunum í Bandaríkjunum.
„Að gefa til kynna að ég hefði tekið þátt í einhverju leynimakki … er ógeðfelld og forkastanleg lygi,“ sagði Sessions.
Hann nefndi sérstaklega fréttir sem birtust um að hann hefði hugsanlega hitt rússneskan embættismanna í apríl 2016 í tengslum við fund á Mayflower hótelinu þar sem Donald Trump flutti ræðu velviljaða Rússum. Hann sagðist vissulega hafa verið á fundinum og hann hefði rætt við aðra fundarmenn en minntist þess ekki að hafa hitt Sergeij Kisljak, sendiherra Rússlands.
„Hafi ég stuttlega hitt rússneska sendiherrann af tilviljun í tengslum við fundinn, man ég ekki eftir því,“ sagði Sessions. Hefði hann rætt við sendiherrann hefðu þeir ekki rætt „neitt óveiðagandi“.
Sessions viðurkenndi að hann hefði hitt Kisljak sendiherra tvisvar – einu sinni á flokksþingi repúblíkana og einu sinni í skrifstofu sinni þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Hann skýrði ekki frá þessu þegar rætt var við hann þingnefnd áður en hann var skipaður í embætti dómsmálaráðherra. Skýrði hann þessi mistök sín á þann veg að hann hefði fipast vegnar spurningar frá Al Franken, öldungadeildarþingmanns demókrata frá Minnesota, um að „stöðug upplýsingaskipti hefðu verið í kosningabaráttunni milli fulltrúa Trumps og milliliða fyrir rússnesku ríkisstjórnina“.
Dómsmálaráðherrann hefur sagt sig frá opinberri rannsókn á samskiptum Rússa við tengiliði Trumps. Hann sagði að þetta hefði gert vegna þátttöku sinnar í kosningabaráttu Trumps en vegna þess að hann hefði átt einhver óeðlileg samskipti við rússneska embættismenn.
„Ég sagði mig frá rannsókn á kosningabaráttu forsetans en ég afsalaði mér ekki réttinum til að verja heiður minn gagnvart ósvífnum og röngum ásökunum,“ sagði Sessions.
Í innangsræðu sinni sagði Sessions að sér bæri að standa vörð um einkasamskipti við forsetann og gaf til kynna að hann mundi ekki svara spurningum um brottrekstur James Comeys, forstjóra FBI.
„Ég get ekki og mun ekki bregðast skyldu minni um að vernda trúnaðarsamskipti sem ég hef við forsetann,“ sagði Sessions.
Sessions lýsti andstöðu við vitnisburð Comeys um það sem þeim fór á milli í febrúar eftir einkafund Bandaríkjaforseta með Comey en Comey sagði að forsetinn hefði þar ýjað að því að FBI hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrv. þjóðaröryggisráðgjafa Trumps.
Comey sagði að dómsmálaráðherrann hefði ekki sagt neitt en gefið til kynna með líkamstjáningu sinni „hvað á ég að gera?“
Frásögn Sessions var önnur, hann sagði:
„Að loknum reglulegum morgunfundi ræddi Comey við mig og liðsstjóra minn. Hann sagði mér ekki neitt frá efni samtalsins en Comey lýsti áhyggjum yfir hvernig hann ætti að haga miðlun upplýsinga,“ sagði Sessions. „Ég svaraði með því að lýsa samþykki við að FBI og dómsmálaráðuneytið yrðu að fara varlega og fara eftir stefnu ráðuneytisins varðandi hæfileg samskipti við Hvíta húsið.“
Sessions bætti við: „Orð mín urðu honum hvatning til að gera einmitt þetta og mér skilst að það hafi hann gert.“