„Það er helst þróun nýrr­ar tækni sem nú ógn­ar Norður-Am­er­íku, tækni sem var ekki til fyr­ir um 20-30 árum,“ seg­ir dr. James Fergu­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Manitoba-há­skóla, en hann flutti á miðviku­dag­inn er­indi á veg­um Varðbergs og Alþjóðamála­stofn­un­ar HÍ um varn­ir og ör­yggi á norður­slóðum.

Fergu­son er frá Kan­ada, en hann er sér­fræðing­ur um varn­ir Norður-Am­er­íku­ríkj­anna, og þá sér­stak­lega NORAD-loft­varn­ar­kerf­is­ins, sem Banda­rík­in og Kan­ada standa sam­eig­in­lega að. Hann seg­ir að einkum Rúss­ar, en einnig Kín­verj­ar, séu nú að til­einka sér hina nýju tækni, sem fel­ur meðal ann­ars í sér lang­dræg­ar stýrif­laug­ar, of­ur­hljóðfrá­ar eld­flaug­ar og jafn­vel kjarna­knún­ar stýrif­laug­ar, sem myndu gefa þeim mjög langt drægi, en um leið skap­ist þörf á að end­ur­hugsa varn­ir Norður-Am­er­íku og fæl­ing­ar­mátt­inn af þeim.

 

Ógn­irn­ar eru aðrar í dag

Fergu­son seg­ir að ógn­in af hinni nýju tækni sé nú þegar orðin yfirþyrm­andi fyr­ir varn­ir vest­rænna ríkja. „Við höf­um ekki fjár­fest í vörn­um síðan kalda stríðinu lauk, því við höf­um ekki þurft að fjár­festa. Varn­irn­ar yrðu brotn­ar á bak aft­ur. Við eig­um við vanda að stríða í að finna ógn­irn­ar með rat­sjá, rat­sjár­lín­urn­ar eru úr­elt­ar og úr sér gengn­ar.“Fergu­son bæt­ir við að það hafi fyrst og fremst verið ógn frá lang­dræg­um sprengjuflug­vél­um gagn­vart Norður-Am­er­íku, sem myndu þá fljúga beint yfir norður­slóðir. Núna nái svæðið sem þurfi að vakta hins veg­ar niður Kyrra­hafs­strönd­ina og svo norðvest­ur­leiðina um Atlants­hafið. „Og þess­ar leiðir, og þá sér­stak­lega svæðið sem Græn­land og Ísland eru á, hafa verið utan vé­banda NORAD, og það þarf að breyt­ast.“

Aðspurður hver staðan sé nú með til­liti til Íslands seg­ir Fergu­son að inn­an Atlants­hafs­banda­lags­ins og þá um leið í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um sé GIUK-hliðið svo­nefnda ennþá mik­il­vægt, en að mik­il­vægi þess hafi breyst frá tím­um kalda stríðsins. „Þá skipti það máli til að verja liðsflutn­inga á Atlants­hafi frá Am­er­íku til Evr­ópu ef til stríðs kæmi, sem var hluti af fæl­ing­ar­mætti banda­lags­ins, en það hef­ur breyst.“ Fergu­son seg­ir að NORAD þurfi að breyt­ast með og víkka sjón­deild­ar­hring­inn.

Fergu­son seg­ir að hann telji að vest­an­hafs þurfi að end­ur­skoða þá af­stöðu manna að Græn­land og Ísland til­heyri Evr­ópu þegar komi að varn­ar­mál­um. Vand­inn við það sé sá að nú sé hægt að skjóta vopn­um að Norður-Am­er­íku sem fari fram­hjá aust­ur­strönd Græn­lands, án þess að hægt sé að fylgj­ast með þeim og koma í veg fyr­ir að þeim verði beitt.

Þegar komi að Íslandi þýði hin nýja tækni að ekki sé leng­ur nóg að fylgj­ast með sprengju­vél­um sem beri stýrif­laug­ar, held­ur sé nú þörf á að fylgj­ast með stýrif­laug­un­um sjálf­um, sem séu mun minni. „Og það kall­ar á nýj­ar ráðstaf­an­ir fyr­ir Ísland, á sama tíma og það kall­ar á að NORAD og Norður-Am­er­íku­rík­in horfi meira til aust­urs á sama tíma og Græn­land og Ísland ættu að horfa meira til vest­urs í varn­ar­mál­um.“

 

Erum lík Kan­ada­mönn­um

Fergu­son bend­ir á að banda­rísk­ar her­stöðvar hafi verið í báðum lönd­um, en að mögu­lega gætu komið upp póli­tísk vanda­mál við að hefja aft­ur á ný viðbúnað á borð við þann sem var í kalda stríðinu. „Það sem slær mig við Ísland er að þið eruð mjög lík Kan­ada­mönn­um. Þar er minni­hluti, um 15-20%, sem and­mæl­ir öllu sem Banda­ríkja­menn gera, bara af því að það eru þeir. Svo eru lang­flest­ir sem hafa blendn­ar til­finn­ing­ar, en svo eru þeir sem telja að náið sam­band sé land­inu fyr­ir bestu í varn­ar­mál­um.“Fergu­son bæt­ir við að stóra spurn­ing­in sé hvort það sam­band eigi að vera við Atlants­hafs­banda­lagið eða Banda­rík­in, og að bæði á Íslandi og í Kan­ada sé til­hneig­ing í op­in­berri umræðu að setja fram hluti sem snerti í raun tví­hliða varn­ar­sam­skipti ríkj­anna við Banda­rík­in sem mál Atlants­hafs­banda­lags­ins.

„Hinn punkt­ur­inn sem ég myndi leggja áherslu á, er að hvort sem ykk­ur lík­ar bet­ur eða verr, þá er Ísland mjög mik­il­vægt geóstra­ge­tískt svæði,“ seg­ir Fergu­son. „Þið viljið kannski vera hlut­laus eða halda ykk­ur utan átaka, og í því svip­ar ykk­ur einnig til Kan­ada­manna. Því miður fáið þið ekki það val. Þið verðið alltaf skot­mark út af staðsetn­ingu ykk­ar. Þá vakn­ar spurn­ing­in, hvernig getið þið best tryggt ör­yggi ykk­ar, og ég tel svarið vera í nán­ara sam­bandi við Norður-Am­er­íku, sem stefnu­smiðir á Íslandi ættu nú þegar að vera að hug­leiða.“

 

Þarf að ýta ógn­inni norðar

Fergu­son seg­ir að mark­miðið í Norður-Am­er­íku sé að tryggja fæl­ing­ar­mátt­inn gagn­vart aðallega Rúss­um, en einnig síðar meir Kín­verj­um. Til þess þurfi að ýta ógn­inni sem lengst frá strönd­um álf­unn­ar. „Fyrsta skrefið að því á marg­an hátt er að tryggja að á Íslandi séu rat­sjár­stöðvar og búnaður til að styðja við aðgerðir her­sveita á norður­slóðum, ef til krísu­ástands kæmi,“ seg­ir Fergu­son.Fergu­son seg­ir að með því megi bæði fæla Rússa áður en til slíkr­ar krísu kæmi, og einnig ýta sömu ógn eins langt norður í burtu frá Íslandi og mögu­legt er. „Því ef þið hugsið ekki um mik­il­vægi Íslands og þá þörf, þá verður landið að víg­lín­unni [ef til átaka kem­ur] og Rúss­ar og Banda­ríkja­menn munu berj­ast um ykk­ur.“