Home / Fréttir / Sænski ibrjóturinn Oden á norðurpólnum

Sænski ibrjóturinn Oden á norðurpólnum

 

Opinber mynd af sænska leiðangrinum á norðurpólnum.
Opinber mynd af sænska leiðangrinum á norðurpólnum.

Sænski ísbrjóturinn Oden náði til norðurpólsins, 90° norður, sunnudaginn 12. ágúst. Auk áhafnar skipsins voru 40 vísindamenn frá mörgum löndum heims um borð. Tilgangur ferðarinnar er að rannsaka  áhrif skýjamyndana á norðurslóðum á loftslagið þegar hafís bráðnar.

Sænsk-bandaríski rannsóknaleiðangurinn ber heitið Arctic Ocean 2018 og lýkur honum í september.

Caroline Leck, prófessor við Stokkhólms-háskóla, er annar rannsóknastjóra í leiðangrinum. Hún segir að ský gegni lykilhlutverki í heimskautaloftslagi og þess vegna skipti miklu að geta stundað rannsóknir á staðnum. Ís hafi bráðnað hratt og ef til verði norðuraustur siglingaleiðin fær flutningaskipum eftir eitt ár. Það kunni að hafa mikil áhrif á alþjóðastjórnmál og viðskipti.

Oden flýtur með mikilli ísbreiðu næstu vikur. Vísindamenn stunda mælingar og safna sýnum úr hafi, af ís og úr lofti.

 

Heimildar: Barents Observer

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …