Home / Fréttir / Sádar játa að hafa drepið Khashoggi

Sádar játa að hafa drepið Khashoggi

Jamal Khashoggi
Jamal Khashoggi

Rúmum tveimur vikum eftir að Jamal Khashoggi hvarf hafa Sádar játað á sig að hafa drepið hann. Sagt er að komið hafi til átaka milli Khashoggis og manna í ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl.

Rannsókn málsins er ekki lokið í Sádí-Arabíu en 18 Sádar hafa verið handteknir segir í yfirlýsingu ríkissaksóknara Sádí-Arabíu. Þá kom fram að hirðráðgjafinn Saud al-Qahtani og vara-leyniþjónustustjórinn Ahmed Asiri hefðu verið leystir frá störfum.

Þá hefur Salman konungur Sáda skipað ráðherranefnd undir forystu Mohammeds bin Salmans krónprins sem á að endurskipuleggja leyniþjónustu landsins.

Þetta kom fram á ríkisfréttastofu Sádí-Arabíu að kvöldi föstudags 19. október.

Khashoggi ætlaði að ná í skjöl í ræðisskrifstofuna í Istanbúl 2. október en síðan hefur ekkert verið vitað um ferðir hans. Strax 11. október fullyrtu tyrknesk yfirvöld að hann hefði verið myrtur. Þar hefði 15 manna hópur sérsveitarmanna frá Sádí-Arabíu verið að verki.

 

Skoða einnig

Bardagareyndur hershöfðingi settur yfir rússnesku herstjórnina í norðvestri

Þriggja stjörnu hershöfðinginn Aleksandr Lapin var 15. maí skipaður yfirmaður Leningrad-herstjórnarsvæðisins í Rússlandi. Svæðið er …