Home / Fréttir / Rússneskt stórfylki átti hlut að flugkeytaárás á áætlunarvélina MH17

Rússneskt stórfylki átti hlut að flugkeytaárás á áætlunarvélina MH17

 

Hlutar úr rússnesku fkugskeyti sýndir á blaðamannafundi.
Hlutar úr rússnesku fkugskeyti sýndir á blaðamannafundi.

Alþjóðsérfræðingar sem rannsakað hafa árásina á flugvélina MH17 frá Malaysian Airlines sumarið 2014 birtu bráðabrigða niðurstöðu sína fimmtudaginn 24. maí í hollenska bænum Bunnik.

Flugskeyti sem skotið var af jörðu grandaði MH17 í júlí 2014 yfir landsvæði Úkraníu, alls fórust 298 manns með vélinni, farþegar og áhöfn. Flestir um borð voru Hollendingar. Boeing 777 vélin var í venjubundnu áætlunarflugi milli Amsterdam og Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru:

Buk-flugskeytið sem grandaði MH17 var flutt frá rússnesku stórfylki. Flugskeytinu var skotið frá 53 loftvarna-stórfylkinu sem hefur aðsetur í rússnesku borginni Kursk. Öll farartækin sem mynduðu bílalest við flutning flugskeytisins voru í eigu rússneska hersins.

Fyrirliði rannsakendanna, Fred Westerbeke, sagði að rannsóknin væri nú á „lokastigi“ sagði að enn væri ýmsu ólokið. Hann nefndi ekki nein tímamörk. Westerbeke er ríkissaksóknari Hollands.

Á kortinu sést hvar vélinni var grandað.
Á kortinu sést hvar vélinni var grandað.

Rannsakendurnir hafa kynnt stjórnvöldum í Moskvu niðurstöður sínar og óskað eftir viðbrögðum þeirra.

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði við Tass-fréttastofuna að ekki eitt einasta flugskeyti hefði nokkru sinni farið yfir landamæri Úktaínu.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagðist ætla að stytta heimsókn sína til Indlands um einn dag til að geta stjórnað ríkisstjórnarfundi föstudaginn 25. maí þar sem rætt yrði um nýju niðurstöðurnar.

Í rannsóknarnefndinni voru sérfræðingar frá Ástralíu, Belgíu, Hollandi, Malasíu og Úkraínu. Á blaðamannafundi fimmtudaginn 23. maí sýndi rannsóknarnefndin hluta af flugskeytinu sem fannst í austurhluta Úkraínu.

Flugöryggisnefnd Hollands skilaði áliti sínu árið 2015. Þar kemur fram að rússnesku Buk-flugskeyti hafi verið skotið á flugvélina. Rússnesk stjórnvöld hafa staðfastlega neitað allri aðild að atvikinu.

Nefndin sem nú kynnti niðurstöðu sína dró saman upplýsingar um leiðina sem bílalestin með flugskeytið fór frá Kursk yfir landamæri Úkraínu, studdist nefndin við myndskeið og ljósmyndir.

Árið 2016 sögðu hollenskir saksóknarar að þeir hefðu tekið saman lista með nöfnum 100 manna sem þeir teldu að kæmu við sögu vegna flugskeytisins og árásarinnar. Nöfnin hafa ekki verið birt og fimmtudaginn 24. maí kom fram að nokkur nöfn hefðu verið afmáð af listanum.

Komi til sakamáls í kjölfar rannsóknarinnar verður það leitt til lykta í Hollandi.

 

Heimild: DW

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …