Home / Fréttir / Rússneskir eldlaugabátar brjóta heimskautsísinn

Rússneskir eldlaugabátar brjóta heimskautsísinn

 

Vladimir Pútin ræðir við yfirmann rússneska flotans.
Vladimir Pútin ræðir við yfirmann rússneska flotans.

Þrír rússneskir kafbátar búnir langdrægum eldflaugum brutust samtímis upp um ísinn á Norður-Íshafi við æfingar föstudaginn 26. mars. Nikolai Jevmenov, yfirmaður rússneska herflotans, tilkynnti Vladimir Pútin Rússlandsforseta þetta með fjarfundabúnaði.

Jevmenov sagði forsetanum að að í sögu Rússlandsflota hefði aldrei áður verið stofnað jafnflókinnar æfingar með kafbátum. Innan 300 m voru á milli kafbátanna og ísinn var 1,5 m þykkur sagði flotaforinginn.

Rússnesk stjórnvöld hafa aukið hernaðarumsvif á norðurslóðum en Pútin telur þær vaxtarbrodd rússnesks efnahagslífs þegar fleiri tækifæri til að nýta þær skapast vegna ísbráðnunar.

Rússneska varnarmálaráðuneytið birti myndskeið sem sýnir kafbátana koma úr undirdjúpunum og brjótast með miklum skruðningum í gegnum ísinn. Þegar einn þeirra varð sýnilegur ofansjávar sást sjóliði þilfari hans og veifaði í átt að myndavélinni.

Til æfingarinnar var efnt nálægt Franz Josef landi og með henni átti að láta reyna á viðnámsþol rússnesks herbúnaðar í foráttu veðri.

Pútin sagði að þessi viðburður ætti sér enga hliðstæðu í sovéskri eða rússneskri nútímasögu.

 

Hér má sjá rússenska myndskeiðið frá þessum atburði:

https://www.arctictoday.com/three-russian-submarines-surface-and-break-arctic-ice-during-drills/

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …