Home / Fréttir / Rússneskar orrustuþotur í lofthelgi Finnlands

Rússneskar orrustuþotur í lofthelgi Finnlands

Rússnesk Sukhoi Su-27 orrustuþota.
Rússnesk Sukhoi Su-27 orrustuþota.

Talið er að tvær rússneskar Sukhoi Su-27 orrustuþotur hafi brotið gegn lofthelgi Finnland síðdegis þriðjudaginn 28. júlí að sögn finnska varnarmálaráðuneytisins.

Niina Hyrsky, upplýsingastjóri ráðuneytisins, sagði að Sukhoi-þoturnar hafi verið um tvær mínútur innan finnskrar lofthelgi og farið um 500 metra inn á finnst yfirráðasvæði.

Atvikið gerðist um klukkan 14.00 að staðartíma yfir Finnlandsflóa út af Helsinki.

Finnski flugherinn sendi Hornet-orrustuþotur á vettvang til að staðfesta gerð og þjóðerni vélanna.

Eystrasaltsfloti Rússa heldur úti Sukhoi Su-27 orrustuþotum frá stöðvum sínum í Kaliningrad, rússnesku hólmlendunni milli Litháens og Póllands. Vélunum er oft flogið frá Kaliningrad til annarra hluta Rússlands og er flugleið þeirra um Finnlandsflóa.

Hyrsky segir að grunsemdir um brot gegn lofthelgi Finnlands og landhelgi vakni einu sinni til sex sinnum á ári. Árið 2018 hafi þó ekki vaknað neinar grunsemdir um brot af þessu tagi.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …