Home / Fréttir / Rússland: Sótt gegn Navalníj og samstarfsmönnum hans

Rússland: Sótt gegn Navalníj og samstarfsmönnum hans

Aleksei Navalníj, stjórnarandstæðingur í Rússlandi.
Aleksei Navalníj, stjórnarandstæðingur í Rússlandi.

Aleksei Navalníj, stjórnarandstæðingur í Rússlandi, segist hafa verið dreginn út úr höfuðstöðvum And-spillingarsamtakanna (FBK) sem hann stjórnar í Moskvu. Lögreglumenn ruddust þar inn að morgni annars dags jóla, fimmtudaginn 26. nóvember, og hófu húsleit.

Skömmu síðar sagði Navalníj á Twitter að enginn hefði verið handtekinn í aðgerðinni. Hann hefði aðeins verið dreginn út úr skrifstofunni.

Mánudaginn 23. desember var verkefnastjóri hjá FBK sendur nauðugur til herþjónustu við Norður-Íshaf.

Ruslan Shaveddinov (23 ára) var handtekinn heima hjá sér í Moskvu og sendur  5.600 km norður til Novaja Zemlja til að gegna herþjónustu í einangraðri loftvarnastöð við Norður-Íshaf.

Navalníj sakaði Vladimír Pútin Rússlandsforseta um að senda Shaveddinov í útlegð en FBK hefur afhjúpað mikla spillingu undir handarjaðri Pútins. Herskylda er lögbundin í Rússlandi fyrir flesta karlmenn sem ber að gegna henni í eitt ár á aldrinum frá 18 ára til 28 ára.

Nýliðar sæta oft miklu harðræði og ofsóknum eldri hermanna. Þess vegna reyna allir sem geta að komast hjá því að fara til þjónustu í hernum.

Á aðfangadag, þriðjudaginn 24. desember, sektaði dómari í Moskvu Ljubov Sobol, lögfræðing FBK, um jafngildi 16.000 dollara fyrir að brjóta að minnsta kosti tvisvar gegn reglum um fundi á almannafæri.

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …