Home / Fréttir / Rússland: Nýjar orrustuþotur og loftvarnaflaugar á norðurslóðum fyrir árslok

Rússland: Nýjar orrustuþotur og loftvarnaflaugar á norðurslóðum fyrir árslok

Kortið sýnir nr. 1 er stjórnstöð norska hersins í Bodö. 2. er stjórnstöð rússneska hersins í Severomorsk á Kóla-skaga. Rauðu punktarnir sýna nýjar herstöðvar Rússa, gulu punktarnir sýna endurnýjaðar herstöðvar.
Kortið sýnir nr. 1 er stjórnstöð norska hersins í Bodö. 2. er stjórnstöð rússneska hersins í Severomorsk á Kóla-skaga. Rauðu punktarnir sýna nýjar herstöðvar Rússa, gulu punktarnir sýna endurnýjaðar herstöðvar.

Herstjórn Rússa á norðurslóðum verður efld með orrustuþotum og loftvarna-flugskeytum fyrir lok árs 2015 sagði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, mánudaginn 31. ágúst.

Shoigu sagði að nauðsynlegt væri að auka herbúnað Rússa við Norður-Íshaf vegna umferðar á Norðurleiðinni, það er siglingaleiðinni fyrir norðan Rússland, auk þess sem gæta yrði þjóðarhagsmuna á svæðinu.

Á Vesturlöndum undrast menn þessa auknu hervæðingu Rússa á norðurslóðum og efast um að ógn steðji að rússneskum hagsmunum á svæðinu. Eina dæmið um að þeim hafi verið ógnað sé frá 2013 þegar félagar í Greenpeace klifruðu um borð í rússneskan borpall í Norður-Íshafi,

Aðgerðasinnarnir voru handteknir og skip þeirra kyrrsett um nokkurra mánaða skeið. Nýlega komst alþjóðlegi gerðardómurinn í Haag að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu farið út fyrir meðalhóf í gagnaðgerðum sínum og dæmdi þá til að greiða skaðabætur.

Þá er bent á að loftvarnaflaugar þjóni þeim eina tilgangi að verjast loftárás frá NATO-ríkjum en fráleitt sé að telja hana á næsta leiti.

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …