Home / Fréttir / Rússland: Norður-Íshafssérfræðingur sakaður um njósnir fyrir Kínverja

Rússland: Norður-Íshafssérfræðingur sakaður um njósnir fyrir Kínverja

Valeríj Mitko
Valeríj Mitko

Rússnesk stjórnvöld hafa sakað einn fremsta vísindamann sinn á sviði rannsókna í Norður-Íshafi um að senda trúnaðarupplýsingar til Kína.

Rannsakendur segja að Valeríj Mitko (78 ára), forseti rússnesku norðurskauts-vísindaakademíunnar og gestaprófessor við sjávarútvegsháskólann í Dalian í Kína, hafi afhent kínverskum njósnastofnunum trúnaðarupplýsingar. Mitko hafnar þessum ásökunum en verði hann dæmdur sekur á hann allt að 20 ára fangavist yfir höfði sér.

Í kínverska dagblaðinu South China Morning Post segir að ásakanir um njósnir á hendur háskólamönnum sé til marks um keppnina á milli Rússa og Kínverja jafnvel eftir að þeir tóku höndum saman til að bregðast við vaxandi spennu í samskiptum við Vestrið.

Mitko var handtekinn í febrúar 2020 og settur í stofufangelsi eftir að hafa verið sakaður um að taka skjal með ríkisleyndarmálum með sér árið 2018 í fyrirlestraferð til Kína, sagði Ivan Pavlov, lögfræðingur Mitkos, við kínverska blaðið. Lögfræðingurinn segir einnig að allar upplýsingar sem Mitkos tók með sér í ferðina hafi birst í opnum heimildum. Hann hafi aldrei hitt kínverska njósnara.

Lögfræðingurinn telur þetta aðför að vísindamönnum. Hann veltir fyrir sér hvernig vísindi þróist sé þeim sem þau stunda bannað að eiga samskipti við útlendinga.

Valeríj Mitko er sérfræðingur í hlustunartækni neðansjávar og sakar rússneska öryggislögreglan, FSB, hann um að hafa miðlað upplýsingum um tækni við kafbátaleit og hafa þegið greitt fyrir þjónustuna, sagði á vefsíðunni Meduza.

Mitko hó starfsferil sinn 1963 í rússneska Kyrrahafsflotanum. Hann sigldi meðal annars Norðurleiðina árið 1969. Eftir að hann yfirgaf flotann hélt hann áfram norðurslóðarannsóknum og varð doktor í tæknivísindum. Árið 2003 var honum falið að koma á fót Norðurskauts-vísindaakademíu í St. Pétursborg.

Árið 2019 birti Mitko 252 bls. rit um geopólitíska þætti sem ákvarða hlut Rússa á norðurskautinu. Hann hefur birt meira en 400 vísindaritgerðir í Rússland og utan lands. Hann hefur einnig skrifað tvær kennslubækur og hlotið 24 heiðursmerki fyrir störf sín.

Rússnesk stjórnvöld hafa sakað aðra vísindamenn um að vinna með erlendum ríkjum gegn andmælum þeirra.

Rússneska geimvísindamanninum Vladimir Lapjigin (79 ára) var í fyrri viku sleppt úr rússnesku fangelsi fyrir tímann en hann var dæmdur í sjö ára fangelsi árið 2016 fyrir að hafa miðlað trúnaðarupplýsingum um ofur-hljóðfráar flugvélar til Kína.

Annar rússneskur geimvísindamaður, Viktor Kudrjavtsev, var árið 2018 sakaður um að koma ríkisleyndarmálum til belgískrar vísindastofnunar.

Rússneski hitaeðlisfræðingurinn Valentin Danilov sat átta ár í fangelsi eftir að hafa hlotið dóm fyrir að njósna fyrir Kínverja árið 2004.

 

Skoða einnig

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á …