Home / Fréttir / Rússar verja sprengjuþotur með hjólbörðum

Rússar verja sprengjuþotur með hjólbörðum

Gervihnaattarmyndir sýna hjólbarða á rússneskri kjarnorkusprengjuþotuþ

Rússneski herinn hefur þakið kjarnorkusprengjuþotur sínar með hjólbörðum í því skyni að vernda þær gegn drónaárásum Úkraínuhers.

Birst hafa gervihnattarmyndir frá Maxar Technologies sem sýna tugi hjólbarða á vængjum og skrokki tveggja langdrægra Tu-95 sprengjuþotna í Engels-flugherstöðinni við Saratov í Rússlandi, í tæplega 700 km fjarlægð frá vígvellinum í Úkraínu.

Sérfræðingar telja að hjólbörðunum kunni að vera ætlað að verja vélarnar gegn drónum Úkraínumanna og einnig til að minnka líkur á að þær sjáist í næturárásum.

Francisco Serra-Martins, hjá One Way Aerospace, sem smíðar dróna fyrir Úkraínuher: „Þetta kann að minnka hitaútstreymi frá langdrægum flugvélum sem standa flughlaði en þær má engu að síður sjá með infrarauðum myndavélum.“

Í síðustu viku skutu úkraínskar sveitir á sex svæði í Rússlandi, þar á meðal á Moskvu, í mestu drónaárásum sínum til þessa frá því að innrás Rússa hófst.

Njósnastofnun hers Úkraínu rauf óvænt þögn sína og viðurkenndi að hún hefði átt hlut að árás á flugvöll í Pskov, skammt frá landamærum Rússlands og Eistlands. Þar eyðilögðust tvær Il-76 herflutningavélar og tvær til viðbótar urðu fyrir tjóni.

Þá segjast stjórnvöld í Kyív einnig eiga hlutdeild í skemmdum á Su-30 orrustuþotum, einni MiG-90 og ýmsum rússneskum hergögnum með drónum gerðum úr pappa.

Rússar hafa gert ýmsar sérkennilegar ráðstafanir til að vernda mannvirki sem eru skotmörk Úkraínuhers. Fréttir bárust nýlega um að þeir hefðu sökkt ferjum í Kertsj-sundi við Krímbrúna sem tengir Rússland og Krímskaga til að verja hana fyrir árásum tundurskeytadróna.

Rússar hafa einnig skotið á loft hernaðarlegum loftbelgjum til að trufla loftvarnarkerfi Úkraínu fyrir Kyív.

 

Heimild: The Telegraph

Skoða einnig

Rússar við Kharkiv – Úkraínumenn sækja á Krím

Rússar hafa sótt fram á nokkrum stöðum í Úkraínu undanfarna daga en yfirhershöfðingi NATO í …