Home / Fréttir / Rússar skapa aðstöðu fyrir háþróaðar spengjuþotur á Norður-Íshafi

Rússar skapa aðstöðu fyrir háþróaðar spengjuþotur á Norður-Íshafi

Kortið sýnir nr. 1 er stjórnstöð norska hersins í Bodö. 2. er stjórnstöð rússneska hersins í Severomorsk á Kóla-skaga. Rauðu punktarnir sýna nýjar herstöðvar Rússa, gulu punktarnir sýna endurnýjaðar herstöðvar.
Kortið sýnir nr. 1 lengst í vestri er stjórnstöð norska hersins í Bodö. 2. er stjórnstöð rússneska hersins í Severomorsk á Kóla-skaga. Rauðu punktarnir sýna nýjar herstöðvar Rússa, gulu punktarnir sýna endurnýjaðar herstöðvar.

Kirill Makarov, vara-yfirmaður loftvarnahers Rússlands, sagði RIA Novosti fréttastofunni laugardaginn 20. júní að á vegum flughersins yrðu háþróaðar flugvélar, land-eldflaugar og ratsjár á eyjum í nýjum herstöðvum í Norður-Íshafi.

„Allt miðar þetta að því að unnt sé að verja hagsmuni Rússlands hvar sem er við landamærin en einnig viljum huga að hagsmunum okkar á Norður-Íshafi,“ sagði Makarov.

Sérfræðingar benda á að þessi sókn rússneska flughersins inn á Norður-Íshaf sé í samræmi við hina nýju hernaðarstefnu sem kynnt var í Kreml í desember 2014. Þar er lögð áhersla á hervæðingu á rússnesku yfirráðasvæði í Norður-Íshafi. Er litið á hervæðingu Krímskaga og Kaliningrad í Eystrasalti sömu augum.

Markmiðið er greinilega að tryggja flugher og flota Rússlands sambærilega aðstöðu til að sækja vestur og suður á bóginn og sovéski herinn hafði á sínum tíma þegar Sovétmenn réðu yfir Eystrasaltsríkjunum og Úkraínu. Hernaðarlega útþenslan á norðurslóðum er hins vegar meiri nú en á tíma Sovétríkjanna.

Frá því að norðurstefna rússneska hersins var kynnt hefur henni verið hrundið í framkvæmd af miklum þunga. Rússar vinna nú að smíði tíu leitar- og björgunarmiðstöðvum við Norður-Íshaf og 16 hafna fyrir úthafsskip, lagningu 13 flugvalla og gerð tíu ratsjárstöðva á norðurströnd lands síns.

Mark Galeotti, prófessor í rússneskum málefnum við New York University, segir í nýlegri greinn í The Moscow Times, að eftir að gerð hinna nýju mannvirkja ljúki geti Rússar notað „stærri og nýrri sprengjuvélar“ á þessum slóðum. „Árið 2025 verður Norður-Íshafið undir eftirliti nýrrar kynslóðar af torséðum PAK DA sprengiflugvélum,“ segir prófessorinn.

Rússar hafa jafnframt komið á fót sameinaðri norðurherstjórn sem nær til Norðurflota þeirra. Með henni á að tryggja alhliða hernaðarleg umsvif á svæðinu. Talið er líklegt að Sameinaða norðurherstjórnin muni í framtíðinni mynda fimmta herstjórnarsvæði Rússlands.

Pólska utanríkismálastofnunin (PISM) telur að undir norðurherstjórnina muni falla stórfylki landgönguliða flotans, loftvarnadeild, stórfylki með búnað til hernaðar á Norður-Íshafi, strandvarnakerfi og eldflaugasveitir með bækistöðvar á úteyjum í Norður-Íshafi.

Heimild: uk.businessinsider.com

Skoða einnig

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum …