Home / Fréttir / Rússar segja fjölgun kjarnorkuvopna í Þýskalandi raska jafnvægi

Rússar segja fjölgun kjarnorkuvopna í Þýskalandi raska jafnvægi

Herstöðin í Büchel í Þýskalandi þar sem kjarnorkuvopn eru geymd.
Herstöðin í Büchel í Þýskalandi þar sem kjarnorkuvopn eru geymd.

Dmitrjí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði miðvikudaginn 23. september við RIA-Novosti fréttastofuna að með því að koma 20 nýjum, öflugum kjarnorkusprengjum fyrir í Þýskalandi mundi hernaðarlegt jafnvægi í Evrópu raskast. Við þetta mundi spenna aukast og Rússar yrðu að svara í sömu mynt til að skapa nýtt jafnvægi.

Peskov vísaði í orðum sínum til fréttar þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF sem sagt var frá hér á síðunni í gær, 23. september. Þar sagði að ætlunin væri að koma 20 öflugum kjarnorskusprengjum fyrir æi Büchel-flugstöðinni í Þýskalandi.

Í frétt RIA-Novosti segir að þýska varnarmálaráðuneytið vilji ekki segja neitt um málið en Bandaríkjamenn hafi sagt við fréttastöðina Sputnik að þeir brytu ekki neina samninga um kjarnorkuvopn með endurnýjun eða fjölgun kjarnorkuvopna í Þýskalandi.

Skoða einnig

Sameinaður norrænn flugherafli að fæðast

Norrænu ríkin fjögur, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, hafa ákveðið að dýpka samstarf flugherja sinna. …