Home / Fréttir / Rússar reisa risastór kafbátaskýli

Rússar reisa risastór kafbátaskýli

Þessi mynd er frá Lorient í Frakklandi og sýna gömul kafbátaskýli þar.
Þessi mynd er frá Lorient í Frakklandi og sýna  kafbátaskýli síðari heimsstyrjöldinni.

Rússneskir kafbátar verða settir í sprengjuheld skýli í heimahöfnum sínum þar sem unnt er að tengja þá vatni, rafmagni og gufu. Skýlin verða gerð fyrir kafbáta af gerðunum Borei, Jesen og Lada, tvær fyrrnefndu gerðirnar eru kjarnorkuknúnar og bera langdrægar flaugar. Ætlunin er að 50 m há skýlin verji kafbátana fyrir sprengjum og flugskeytum, jafnvel kjarnaoddum segir í rússneska blaðinu Izvestiu laugardaginn 9. nóvember.

Í frétt TASS segir að hafist verði handa við smíði skýlanna fyrir árslok í Viljutsjinsk-stöð Kyrrahafsflotans á Kamtsjaka. Framkvæmir á vegum Norðurflotans hefjast á árinu 2020 í Severomorsk á Kólaskaga.

Minnt er á að á sovéttímanum hafi slík skýli verið reist til varnar kafbátum. Til dæmis hafi viðhaldsstöð fyrir kafbáta verið sprengd inn í fjall við Balaklava við Svartahaf.

Lögð er áhersla að í skýlunum sé unnt að hlaða vopnum um borð í kafbátana á skömmum tíma. Þá er þar einnig aðstaða til viðgerða á bátunum.

Skýlin eru einnig reist með það fyrir augum að auðvelda varnir gegn skemmdarverkum á kafbátunum.

Á sínum tíma gerðu Norðmenn og Svíar kostnaðarsamar ráðstafanir til veita kafbátum sínum skjól. Grafið var inn í fjöll eða yfir sund á milli eyja í skerjagarðinum.

Sovéski flotinn eignaðist aðeins eitt stórt kafbátaskýli á sínum tíma og var það reist á Krímskaga. Þar gátu nokkrir kafbátar athafnað sig samtímis. Þá voru langdrægir kafbátar í Norðurflotanum og Kyrrahafsflotanum ávallt utan dyra því að engin skýli voru smíðuð fyrir þá.

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …