Home / Fréttir / Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Eftir loftárás Rússa á Kyiv mánudaginn 8. júlí 2024.

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 voru drepnir í árásinni og eru tvö börn í hópi látinna. Herstjórn höfuðborgar Úkraínu segir að 82 manns hafi særst.

Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti segir að Rússar hafi skotið meira en 40 langdrægum flugskeytum, þar á meðal ofurhljóðfráum Kinzhal-flaugum á ýmsar borgir í Úkraínu. Sjaldgæft er að Rússar geri slíkar árásir um hábjartan dag.

Bjögunarsveitarmenn voru sendir til Ohmatdyt-barnaspítalans vegna frétta um að börn væru undir rústum hans eftir árásir Rússa.

Myndir birtust af foreldum sem leituðu leiða út af sprengusvæðinu með grátandi og skelkuð börn.

„Rússar hafa eyðilagt spítalann með árás sinni, fólk er undir rústum hans, við vitum ekki nákvæmlega núna hve margir hafa særst eða dáið. Á þessari stundu leggja allir sig fram um að fara í gegnum rústirnar: læknar, almennir borgarar,“ sagði Zelenskíj á Telegram.

„Rússar hljóta að vita hvert flaugar þeirra fara og verða að svara til fulls fyrir alla glæpi sína: gegn fólki, gegn börnum, gegn mannkyni öllu. Það skiptir mjög miklu að umhmeimurinn þegi ekki um þetta og öllum verði greint frá því sem Rússar gera»“ segir Zelenskíj.

Sama dag og Rússar gerðu árásina rituðu stjórnvöld Póllands og Úkraínu undir tvíhliða öryggissamkomulag þar sem Pólverjar lofa ap leita leiða til að nota eigin loftvarnakerfi til að stöðva rússnesk flugskeyti sem stefna í átt að Póllandi í lofthelgi Úkraínu

Vitali Klitsjko, borgarstjóri í Kyiv, sagði árásina eina þá mestu á höfuðborgina frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022.

Síðdegis mánudaginn 8. júlí sögðu úkraínsk stjórnvöld að 36 manns hefðu fallið og meira en 100 særst í árásum Rússa þann daginn.

Alls hefðu 50 almennar byggingar – íbúðarhús, skrifstofuhús og tvö sjúkrahús – orðið fyrir árásum í Kyiv, Kryvyi Rih, Dnipro og tveimur bæjum austar í Úkraínu.

Um heim allan og hjá Sameinuðu þjóðunum fordæma ráðamenn árásirnar.

 

Skoða einnig

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og …