Home / Fréttir / Rússar og Hvítrússar úr FIDE

Rússar og Hvítrússar úr FIDE

Alþjóðaskáksambandið, FIDE, hefur, þar til annað verður ákveðið, bannað keppendum undir fánum Rússlands og Hvíta-Rússlands að taka þátt í opinberum mótum á vegum sambandsins. Með þessu er tilefnislausri innrás Rússa í Úkraínu mótmælt.

Í yfirlýsingu frá FIDE miðvikudaginn 16. mars sagði að ákvörðunin um bannið hefði verið tekin með hliðsjón af ábendingu frá Alþjóðaólympíunefndinni um að alþjóðleg íþróttasambönd bönnuðu þátttöku rússneskra og hvítrússneskra íþróttamanna og opinberra fulltrúa í alþjóðamótum vegna innrásar Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2022.

FIDE segir að rússneskir og hvírússneskir skákmenn fái að taka þátt í einstökum mótum sem falli undir heimsmeistarakeppni FIDE en þeir keppi ekki í nafni landa sinna heldur sem einstaklingar undir fána FIDE.

Um þessar mundir eru þrír rússneskir karlmenn í hópi 20 bestu skámanna heims og sex konur í hópi 20 bestu skákkvenna.

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …