Home / Fréttir / Rússar notuðu Twitter og Facebook í bandarísku kosningabaráttunni

Rússar notuðu Twitter og Facebook í bandarísku kosningabaráttunni

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, lofar bót og betrun.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, lofar bót og betrun.

Stjórnendur samfélagssíðunnar Twitter segjast hafa fundið um 200 reikninga á síðunni sem megi tengja sama aðila, það er aðilum í Rússlandi sem hafa látist vera bandarískir aðgerðasinnar á samfélagsmiðlinum Facebook. Tilgangur þessara aðila var að hafa áhrif á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum árið 2016 og skapa sundrung meðal bandarísku þjóðarinnar.

Þetta efni ásamt með auglýsingum sem rússneska Kremlar-sjónvarpsstöðin, Russia Today (RT) birti á Twitter í fyrra hefur nú verið afhent leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings. Að mati þingmanna í nefndinni er þetta þó aðeins toppurinn á ísjakanum ef marka má það sem fram kemur í The New York Times föstudaginn 29. september.

Netöryggisfyrirtæki segjast hafa fundið margfalt fleiri slíka reikninga og Mark Warner, öldungadeildarþingmaður demókrata í Virginíu, segir að í afstöðu Twitter komi fram „ótrúlegur skortur á skilningi á því alvarlegt málið er og hve hættulegt það sé lýðræðislegum stofnunum“.

Áður er komið fram að rússneskir aðilar greiddu fyrir að minnsta kosti 3.000 auglýsingar á Facebook lokamánuðina fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þar var alið á ágreiningi vegna kynþátta, trúarbragða og félagslegra aðstæðna.

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg, aðgerðastjóri fyrirtækisins, hafa hvor um sig lofað því opinberlega að stjórnkerfi samfélagssíðunnar verði endurbætt á þann veg að erfiðara verði fyrir auglýsendur á síðunni en áður að velja sér markhópa sem hafi markmið eins og felst til dæmis í einkunnarorðunum Jew hater, gyðingahatari.

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …