Home / Fréttir / Rússar mótmæla norskri sjónvarpsmynd sem versta kalda stríðs áróðri

Rússar mótmæla norskri sjónvarpsmynd sem versta kalda stríðs áróðri

 

Jo Nesbø
Jo Nesbø

Rússar hafa mótmælt nýrri sjónvarpsþáttaröð norsku stöðvarinnar TV2 sem reist er á sögu eftirum innrás Rússa í Noreg. Á ensku heitir þáttaröðin Occupied – Hernumið. Umhverfissinnar hafa náð völdum í Noregi banna olíu- og gasvinnslu. Þetta verður til þess að Rússar taka völdin í Noregi í sínar hendur. Þættirnir eru 10 og kostar gerð þeirra um 1,5 milljarð ísl. kr. Þeir hafa verið seldir til margra evrópskra sjónvarpsstöðva.

Vjastjeslav Pavlovskíj, sendiherra Rússa í Osló, sagði við rússnesku fréttastofuna Tass: „Rússar eru því miður í hlutverki árásarmannsins. Í versta anda kalda stríðsins var ákveðið að hræða norska áhorfendur með tilhæfulausri ógn að austan.“

Christopher Haug, stjórnandi leikinna mynda hjá TV2, segist „undrandi á viðbrögðunum“. „Allir ættu að geta séð að hér er augljóslega um skáldskap að ræða,“ sagði hann og minnti á að „á fyrstu stigum málsins, líklega fyrir þremur árum“ hafi rússneska sendiráðinu verið skýrð frá gerð þáttanna.

„Um er að ræða spennumynd sem sýnir viðbrögð einstaklinga undir miklum þrýstingi,“ sagði Haug. Hann lagði áherslu á að „tilgangurinn [væri] ekki að endurspegla geópólitískt ástand líðandi stundar á raunsæjan hátt“.

Heimild: The

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …