Home / Fréttir / Rússar láta kanna áhuga á ESB-her

Rússar láta kanna áhuga á ESB-her

Niðurstöður könnunarinnar á vegum Sputnik.
Niðurstöður könnunarinnar á vegum Sputnik.

Meðal þess sem rússnesk stjórnvöld hafa gert til að bæta áróðursstöðu sína er að standa að baki fréttavefsíðunni sputniknews.com. Þriðjudaginn 30. júní birtist þar frétt um könnun á vegum hennar sem leiddi í ljós að tæplega þriðjungur manna í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi teldi að ESB ætti að halda úti eigin her í stað þess að treysta á herafla undir merkjum NATO en forystu Bandaríkjamanna

Í frétt Sputnik um niðurstöður könnunarinnar er minnt á að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi sagt í mars að ESB þyrfti að koma á fót eigin herafla sem gæti bæði snúist gegn ógnum í garð ESB-ríkja og nágrannalanda þeirra.

Með könnuninni var leitt í ljós að um 28% allra svarenda í henni vildu að ESB-her gætti hagsmuna ESB. Í Frakklandi voru 37% þessarar skoðunar um ESB-her en 36% í Þýskalandi og aðeins 19% í Bretlandi.

Í Þýsklandi lýstu 47% ánægju með dvöl NATO-hermanna í landi sínu og 48% í Bretlandi.

Breska könnunarfyrirtækið ICM gerði þessa könnun og spurði 4.096 manns hvort ESB ætti að ráða yfir eigin her til að gæta hagsmuna sinna eða hvort NATO ætti að gegna þessu hlutverki. Könnunin var gerð 1. til 4. maí 2015.

Eitt af markmiðum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og manna hans er að reka fleyg milli Bandaríkjanna og ESB-ríkja og kljúfa NATO. Könnunin á vegum Sputnik er liður í þessari viðleitni.

Skoða einnig

Bardagareyndur hershöfðingi settur yfir rússnesku herstjórnina í norðvestri

Þriggja stjörnu hershöfðinginn Aleksandr Lapin var 15. maí skipaður yfirmaður Leningrad-herstjórnarsvæðisins í Rússlandi. Svæðið er …