Home / Fréttir / Rússar kynna kjarnorkuskotmörk í Bandaríkjunum

Rússar kynna kjarnorkuskotmörk í Bandaríkjunum

Dmitríj Kiseljov, stjórnandi vikulegs fréttaskýringar þáttar, sem kynnti skotmarkalistann að kvöldi sunnudags 24. febrúar
Dmitríj Kiseljov, stjórnandi vikulegs fréttaskýringar þáttar, sem kynnti skotmarkalistann að kvöldi sunnudags 24. febrúar

 

Rússneska ríkissjónvarpið birti á dögunum lista yfir bandarískar stöðvar sem það sagði að yrðu rússnesk skotmörk kæmi til kjarnorkuárásar.

Fréttin var birt fáeinum dögum eftir að Vladimir Pútin forseti flutti stefnuræðu sína á þingi og sagði að Rússar myndu grípa til gagnaðgerða ef Bandaríkjaher setti upp einhverjar flaugar í Evrópu.

Meðal þeirra skotmarka sem sagt var frá í sjónvarpinu voru Pentagon, aðsetur bandaríska varnarmálaráðuneytisins í Washington, og Camp David, sveitasetur bandaríska forsetaembættisins í Maryland.

Það var Dmitríj Kiseljov, stjórnandi vikulegs fréttaskýringar þáttar, sem kynnti skotmarkalistann að kvöldi sunnudags 24. febrúar. Þátturinn, Vesti Nedeli, er helsti fréttaskýringaþáttur ríkissjónvarpsins og þar mátti sjá kort af Bandaríkjunum sem sýndi rússnesku kjarnorku-skotmörkin.

Kislejov lýsti skotmörkunum sem stjórnstöðvum forsetaembættisins eða hersins. Þar mátti einnig sjá  Fort Ritchie, herþjálfunarmiðstöð í Mayland. sem lokað var 1998, McCellan, flugherstöð í Kaliforníu, sem lokað var 2001 og Jim Creek, fjarskiptamiðstöð flotans í Washington-ríki.

Kiseljov sagði að Rússar ættu ofurhraða flaugar sem gætu náð til skotmarka sinna á innan við fimm mínútum eftir að þeim hefði verið skotið á loft frá rússneskum kafbátum. Kiseljov er talinn hafa góð sambönd innan rússneska stjórnkerfisins og sérstaklega við forsetakrifstofuna í Kreml.

Í stefuræðu sinni sagði Pútín að stjórn sín væri hernaðarlega búin undir nýja „Kúbudeilu“ vildu Bandaríkjamenn hana.

Rússar óttast að Bandaríkjastjórn komi meðaldrægum kjarnaflaugum fyrir í Evrópu. Pútin hefur sagt að gerðist það neyddust Rússar til að svara með því að setja ofurhraða kjarnaflaugar í kafbáta skammt frá strönd Bandaríkjanna.

Ekki hafa verið kynnt nein áform um slíkar bandarískar flaugar í Evrópu og hefur tali Rússa um þær verið lýst sem innihaldslausum áróðri. Bandaríkjamenn eiga engar meðaldrægar land-kjarnaflaugar sem þeir geta sett upp í Evrópu.

Þegar leitað var eftir skoðun rússneska forsetaembættisins á því sem fram kom í sjónvarpsþættinum sagði talsmaður þess að embættið skipti sér ekki af dagskrá ríkissjónvarpsins.

Heimild: Euronews

Skoða einnig

Hælisleitendur peð Rússa gagnvart Finnum

Fréttamenn finnska ríkisútvarpsins, Yle, ræddu við þrjá hælisleitendur sem komu til Finnlands frá Rússlandi um …