Rússar leggja nú höfuðáherslu á að nýja flugvelli á norðurslóðum, sagði Pavel Kurastjenko, næstráðandi í flugher Rússlands nýlega í viðtali við blaðamann. Til ársloka 2021 verður unnið að gerð flugvalla í Vorkuta, Tiksi, Anadyr og Alykel.
Ekki verður látið þar við sitja. Að auki er unnið áfram að framkvæmdum við Nagurskoje-flugvöll á Franz Josef Landi, við Temp á Nýju- Síberíueyjum, Rogastjevo á Novaja Zemlja og Narjan-Mar.
Í Murmansk-héraði er unnið að endurbótum á þremur lykil herflugvöllum. Þetta kemur fram hjá ríkisverktakafyrirtækinu Spetsstroj sem bar ábyrgð á framkvæmdunum þar til fyrir stuttu. Meiriháttar framkvæmdir eru á flugvöllunum Severomorsk-1 og Severomorsk-3.
Severomorsk-1, helsti hervöllur Norðurflotans, hefur verið endurnýjaður svo rækilega að tala má um algjörlega nýjan flugvöll. Þar er ný flugbraut, nýjar akbrautir, nýtt flughlað, ný ljós og nýtt merkjakerfi fyrir utan nýjan flugturn.
Rússneska varnarmálaráðuneytið tekur nú sjálft við stjórn framkvæmda við herflugvelli á norðurslóðum af Spetsstroj. Ríkisverktakafyrirtækið verður lagt niður 1. júlí 2017 að fyrirmælum Vladimírs Pútíns Rússlandaforseta frá 29. desember.