Home / Fréttir / Rússar birta lygafréttir um andlát Karls III. Bretakonungs

Rússar birta lygafréttir um andlát Karls III. Bretakonungs

Breska sendiráðið í Úkraínu neyddist mánudaginn 18. mars til að senda frá sér  opinbera tilkynningu því til staðfestingar að Karl III. Bretakonungur væri á lífi og bera á þann veg til baka fullyrðingar rússneskra fjölmiðla um andlát hans.

Fyrr þennan sama dag höfðu birst fréttir á rússneskum vefmiðlum og samfélagssíðum um að konungurinn hefði fallið frá 75 ára gamall vegna krabbameins. Var vísað til ónefndra „fjölmiðla“ í óskiljanlegum fjölda færslna.

Þá var einnig birt mynd af greinilega falsaðri yfirlýsingu frá Buckinghamhöll um „óvænt andlát“ hans og henni dreift á samfélagsmiðla.

Fréttastofan Sputnik sagði: „Samkvæmt fjölmiðlafréttum er Karl III. Bretakonungur dáinn, 75 ára að aldri. Það er ekkert um þetta á vefsíðu konungsfjölskyldunnar eða í breskum fjölmiðlum.“ Nokkrum mínútum síðar neyddist vefsíðan til að afturkalla það sem sagt var um dauða konungs, það hefði reynst rangt.

Hér má sjá á efri mynd tilkynningu frá breska sendiráðinu í Kyív um að Bretakonungur sé ekki dáinn.

Hér er falsaða tilynningin um andlát Karsl III. sem rússneskir miðlar birtu,

Skoða einnig

Bardagareyndur hershöfðingi settur yfir rússnesku herstjórnina í norðvestri

Þriggja stjörnu hershöfðinginn Aleksandr Lapin var 15. maí skipaður yfirmaður Leningrad-herstjórnarsvæðisins í Rússlandi. Svæðið er …