Home / Fréttir / Rússar afflytja orð forstjóra sænsku öryggislögreglunnar Säpo

Rússar afflytja orð forstjóra sænsku öryggislögreglunnar Säpo

1056064773

Hér var á dögunum birtur hluti viðtals á BBC við Anders Thornberg, forstjóra Säpo, sænsku öryggislögreglunnar.

Sérfræðingar ESB í undirróðri og upplýsingafölsunum Rússa vöktu athygli á því í vikulegum pistli sínum fimmtudaginn 11. janúar að miðlari falskra upplýsinga í Georgíu hefði afflutt þetta viðtal.

Fellt var á brott allt sem Thornberg sagði um hættuna á erlendri íhlutun í aðdraganda sænsku þingkosninganna í september. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með þessu og við erum ekki feimnir við það í Svíþjóð að segja að mesta ógnin sem steðjar að öryggi okkar í því sambandi er frá Rússland,“ sagði Thornberg í viðtalinu.

Í fölsuninni sem birtist í Georgíu segir að Thornberg óttist aðeins vaxandi öfgahyggju í landinu – með því er ýtt undir þá skoðun að Svíþjóð sé á barmi styrjaldar vegna straums ólögmætra útlendinga til landsins.

Í Rússlandi var ýtt undir sömu tilfinningu hjá lesendum með annars konar sögu: að sett hafi verið ný lög í Svíþjóð sem mæla fyrir um skyldu einstaklinga sem eiga samfarir að skrifa undir yfirlýsingu að þær séu með samþykki beggja – þetta sé lögfest vegna þess hve margar nauðganir megi rekja til ólögleglra útlendinga.

Fréttastofan Ria Novosti setur fréttina í þetta samhengi með að umorða rússneskan málshátt: Hvort et auðveldara? Að breyta útlendingastefnunni eða hræða eigin landsmenn svo að aðrir hræðist?

Þarna er leitast við að gefa ranga mynd af hvernig staðið er að töku lýðræðislegra ákvarðana segja sérfræðingar ESB með því að villa um fyrir lesandanum á þann veg að Svíar vilji í raun helst refsa útlendingunum en grípi í stað þess til þess ráðs að leggja hömlur á kynlíf allra sænskra ríkisborgara.

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …