Home / Fréttir / Rússar æfðu allar greinar kjarnorkuheraflans á norðurslóðum.

Rússar æfðu allar greinar kjarnorkuheraflans á norðurslóðum.

Langdrægum eldflaugum var skotið bæði frá kjarnorkukabátum í Barentshafi og frá Plesetsk eldflaugastöðinni á Arkhangelsk svæðinu í áttina að Kura á Kamstjatka. Stýriflaugum var skotið frá langdrægum sprengivélum á skotmörk í Koni lýðveldinu.

Í annað skipti á þessu ári gaf Vladimir Pútin Rússlandsforseti fyrirmæli um að efnt skyldi til alhliða kjarnavopnaæfingar. Í fyrra skiptið var samskonar æfing nokkrum dögum áður en rússneski herinn var sendur inn í Úkraínu.

Miðvikudaginn 26. október var stofnað til heræfingar í Rússlandi sem náði til allra þriggja greina kjarnorkuvopnahers landsins: kafbáta, eldflauga á landi og langdrægra sprengjuvéla.

Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni í Kreml sagði að í æfingunni hefði reynt á alla þætti stjórn- og eftirlitskerfis kjarnorkuvopnahersins auk þess sem hugað hefði verið að hæfni stjórnenda og undirmanna við framkvæmd aðgerða.

Í yfirlýsingu forsetans sagði einnig að öllum verkþáttum hefði verið lokið og allar flaugarnar hefðu hitt í mark.

Pútin sat við stjórnvölinn á æfingunni en Sergeij Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov herráðsformaður landhersins gáfu ólíkum greinum kjarnorkuheraflans fyrirmæli.

Gerasimov skýrði frá því hvaða tæki hefðu verið notuð í æfingunni : Jars hreyfanlegt eldflaugakerfi á landi, langdrægi Delta-IV eldflaugakafbáturinn Tula úr Norðurflotanum og tvær langdrægar Tu-95 sprengjuvélar.

Norska fréttaþjónustan Faktisk Verifiserbar birti miðvikudaginn gervihnattarmynd af Gadzhijevo flotastöðinni, heimahöfn langdrægu kjarnorkukafbáta Norðurflotans.

Gadzhijevo flotastöðin á Kólaskaga. Gervihnattarmyndin er tekin 7. október 2022. Á henni sést að fimm kafbátar búnir langdrægum eldflaugum eru í höfn, einn þeirra af Delta-IV gerði liggur þar sem elflaugar eru settar um borð í bátana (til hægri á myndinni). Fjölnota kafbátur af Aluka gerð er einnig þarna við bryggju. (Mynd: Planet Labs / Faktisk Verifiserbar.)

Heimild: Barents Observer.

 

Skoða einnig

Sænski forsætisráðherrann: Útilokar ekki kjarnavopn í stríði

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir víðtæka samstöðu um að banna kjarnavopn á sænsku landsvæði á …