
„Samfélagið tekur örum breytingum, m.a. vegna tækniþróunar, loftlagsbreytinga, alþjóðavæðingar og þróunar í alþjóðastjórnmálum. Skilningur á ýmsum þáttum sem hafa áhrif öryggi er í stöðugri þróun.
Við lifum á umbrotatímum sem krefjast í mörgum tilvikum endurmats á viðteknum hugmyndum og sjónarmiðum í öryggismálum,“ sagði Þórunn J. Hafstein, ritari Þjóðaröryggisráðs, á hádegisfundi Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 15. febrúar.
Björn Bjarnason, formaður Varðbergs, setti fundinn og gat þess að í ár væru 60 ár liðin frá því að Samtök um vestræna samvinnu voru stofnuð. Nokkrum árum síðar kom Varðberg til sögunnar en árið 2010 voru félögin sameinuð í Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál. Sagði Björn að vel færi á því að fyrsti fundur afmælisársins snerist um Þjóðaröryggisráð. Tilvist þess minnti á breytingarnar sem orðið hefðu. Fyrir lægi þjóðaröyggisstefna þar sem aðildin að NATO og varnarsamstarfið við Bandaríkin væru hornsteinar.
Erindi Þórunnar J. Hafstein bar fyrirsögnina Þjóðaröryggisráð –samráðsvettvangur um þjóðaröryggismál. Hún sagði í upphafi máls síns:
„Hnattvæðing og tækniþróun einkum með tilkomu netsins hefur gjörbreytt landslaginu á alþjóðavettvangi undanfarin ár og skapað fjölmörg ný tækifæri en líka áhættu sem íslensk stjórnvöld verða að hafa í huga til að tryggja öryggi samfélagsins. Aðgreining fyrri tíma í innri og ytri ógnir ríkja á ekki lengur við.
en áður var. Sameiginlegt einkenni þeirra helstu ógna sem vestræn ríki og samfélög standa frammi fyrir er að þær þvert á yfirráðasvæði einstakra ríkja.
Viðbúnaður stjórnvalda verður að vera í föstum skorðum en líka sveigjanlegur til að greiða fyrir því að rétt viðbrögð við ógnum á hverjum tíma verði skilvirk og áreiðanleg.
Viðbragðsgeta þjóðfélagsins til þess að takast á við hvers kyns hættur sem kunna að steðja að borgaralegu og þjóðfélagslegu öryggi verður að vera í stöðugri endurskoðun hjá íslenskum stjórnvöldum og í nánu samstarfi við aðrar þjóðir.
Þjóðaröryggisráði er ætlað að vera virkur samráðsvettvangur stjórnvalda um þjóðaröryggismál, fylgja eftir þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt er af Alþingi og að leggja reglubundið mat á ástand og horfur í öryggis og varnarmálum.“
Aðdraganda að stofnun Þjóðaröryggisráðs lýsti Þórunn á þennan hátt:
- 2007 Utanríkisráðherra skipar þverfaglegan starfshóp um áhættumat fyrir Ísland. Víðtæk skilgreining á öryggishugtakinu.
- 2008 Ný almannavarnalög samþykkt – samhæft viðbragðskerfi almannavar vegna almannahættu án tillits til þess af hvaða rótum almannahættan er runnin.
- 2008 Varnarmálalög samþykkt.
- 2016 Þjóðaröryggisstefna byggð á tillögum þingmannanefndar samþykkt á Alþingi.
- 2016 Lög um þjóðaröryggisráð samþykkt á Alþingi.
- 2017 Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs 2017.