Home / Fréttir / Ríkisstjórn Líbíu telur ESB boða ómannúðleg áform gegn farandfólki á Miðjarðarhafi

Ríkisstjórn Líbíu telur ESB boða ómannúðleg áform gegn farandfólki á Miðjarðarhafi

MiðjRíkisstjórn Líbíu með aðsetur í borginni Tobruk hefur gagnrýnt áform ESB sem kynnt voru mánudaginn 18. maí um að beita herflota til að halda aftur af straumi farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Líbíu. Segir stjórnin að um ómannúðleg áform sé að ræða.

Vandi þeirra sem huga að málefnum sem tengjast Líbíu felst meðal annars í að átta sig á hver fer með völd í landinu en þar berjast vopnaðir hópar um völdin. Stjórnin í Tobruk telur sig hafa lýðræðislegt umboð til að koma fram fyrir hönd ríkisins á alþjóðavettvangi.

Hatem el-Ouraybi, talsmaður ríkisstjórnarinnar í Tobruk í austurhluta Líbíu segir að ræða verði við hana og semja um allar aðgerðir við strendur landsins eða gegn íbúum þess. Hann sagði við AFP-fréttastofuna að það bryti gegn mannréttindum að taka á vandanum vegna bátanna frá Líbíu með hervaldi í eða utan lögsögu Líbíu.

Talið er að hið minnsta tvær ríkisstjórnir séu í Líbíu, sumir segja að þær séu fjórar. Á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) beita menn sér nú fyrir myndun einnar ríkisstjórnar í landinu.

Sagt var frá ákvörðun utanríkis- og varnarmálaráðherra ESB-ríkjanna hér á síðunni mánudaginn 18. júní. ESB hefur farið fram á umboð frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og kýs helst að fá það einnig frá Líbíu þaðan sem flest af farandfólkinu kemur oft á mjög illa búnum fleytum.

„Ríkisstjórnin mun ekki samþykkja neitt brot gegn fullveldi Líbíu og vill ekki samþykkja neitt sem ákveðið er án samráðs við sig,“ sagði el-Ouraybi.

ESB-ráðherrarnir telja ekki endilega nauðsynlegt að fá samþykki frá Líbíu fyrir aðgerðunum sem hafa verið boðaðar. Margir þeirra telja þó mjög æskilegt að ráðamenn í Líbíu séu hafðir með í ráðum.

Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, sagði eftir fund ESB-ráðherranna að þeir hefðu orðið sammála um hvernig staðið skyldi að málum en nauðsynlegt væri að fá lagaheimild frá öryggisráði SÞ að frumkvæði Líbíumanna.

Martin Lidegaard, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að markmiðið væri að ESB-aðgerðin styddist við alþjóðalög með samþykki SÞ og Líbíumanna en þar væri ekki um úrslitaskilyrði að ræða.

Skoða einnig

Zelenskíj segir Bakhmut ekki á valdi Rússa

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði síðdegis sunnudaginn 21. maí að hermenn Rússneska sambandsríkisins hefðu ekki …