Home / Fréttir / Reiði Rússa í garð Tyrkja leiðir ekki til átaka

Reiði Rússa í garð Tyrkja leiðir ekki til átaka

Rúður voru brotnar í sendiráði Rússa í Moskvu.
Rúður voru brotnar í sendiráði Rússa í Moskvu.

Rússnesk stjórnvöld virðast ekki ætla að hefja hernað gegn Tyrkjum þótt tyrkneskar orrustuþotur hafi skotið niður rússneska herþotu við landamæri Tyrklands og Sýrlands þriðjudaginn 24. nóvember.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gaf þessa ákvörðun til kynna á blaðamannafundi í Moskvu miðvikudaginn 25. nóvember. Ráðherrann sagði að um „skipulagða ögrun“ af hálfu Tyrkja hefði verið að ræða. Rússar mundu „rækilega endurskoða“ samskipti sín við ríkisstjórn Tyrklands.

Rússneskur flugmaður sem bjargaðist eftir að flugvélinni var grandað sagði að engin viðvörun, hvorki sýnileg né með orðum, hefði verið gefin um yfirvofandi árás vélina. Þessi fullyrðing kemur ekki heim og saman við hljóðupptöku sem hefur verið birt þar sem tyrknesk yfirvöld vara flugmanninn við að hann nálgist tyrkneska lofthelgi. Fréttastofur taka fram að upptakan hafi ekki verið sannreynd.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði Tyrki ekki vilja stigmagna spennu í samskiptum við Rússa vegna hinnar grönduðu vélar. Hann sagði Tyrki aðeins hafa verið að gæta eigin öryggis og verja rétt bræðra sinna. Þar vísaði forsetinn til minnihlutahóps Turkmena í Sýrlandi, skammt frá landamærum Tyrklands.

Tveir flugmenn voru í rússnesku vélinni og drápu vígamenn í Sýrlandi annan þeirra í fallhlíf hans en hinn, Konstantin Murakhtin, sagði óhugsandi að hann hefði flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Áhöfnin hefði þekkt landsvæðið eins og lófann á sér.

Um fjórar milljónir rússneskra ferðamanna fara til Rússlands ár hvert. Nú hafa Rússar verið hvattir til að forðast Tyrkland. Mótmælendur köstuðu grjóti og eggjum í sendiráð Tyrklands í Moskvu miðvikudaginn 25. nóvember. Þá réðust Rússar einnig á tyrkneskt brugghús.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …