Home / Fréttir / Rafeindavopn Rússa í Úkraínu vekja ótta hjá Bandaríkjamönnum

Rafeindavopn Rússa í Úkraínu vekja ótta hjá Bandaríkjamönnum

 

Rafeindavopn

Hæfni aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem njóta stuðnings Rússa við beitingu rafrænna vopna í átökunum um við her Úkraínu kemur á óvart, ekki síður Bandaríkjamönnum en öðrum.

Bandaríkjamenn hafa þjálfað hermenn Úkraínustjórnar. Í fjölmiðlum segir að þeim hafi ekki orðið um sel þegar þeir kynntust rússneskri árásartækni. Rússum hefur tekist að framleiða rafræn vopn sem geta gjörsamlega lamað rafeindabúnað hers Úkraínu eins og GPS, ratsjár og hátæknilegan vopnabúnað.

„Ef ratsjár manns nema ekki stórskotalið sem sækir fram er ekki unnt að skipuleggja gagnárás,“ segir Laurie Buckout , fyrrv. yfirmaður rafrænna aðgerða í Bandaríkjaher, við fréttavefsíðuna Defense News.

Hann segir einnig að andstætt Bandaríkjamönnum ráði Rússar yfir stórum deildum innan hersins sem sinni aðeins rannsóknum og þróun á rafeindavopnum sem nota megi í stríði.

Sérfræðingurinn segir að bandarískum hermönnum sem eru í Úkraínu takist jafnvel ekki að verjast rafeindavopnunum sem aðskilnaðarsinnar, hollir Rússum, beita.

„Við getum hlerað samtöl þeirra daginn út og inn en við getum einfaldlega aðeins rofið fjarskipti þeirra og sendingar rafeindavopna þeirra á þann hátt að það er ekki nema einn tíundi þess sem þeir geta gert við okkur,“ segir Laurie Buckout.

Ben Hodges, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, segir að her Úkraínumanna miðli mikilvægum upplýsingum um hernaðargetu Rússa. Hann segir:

„Her okkar hefur lært mikið af Úkraínumönnum. Um þriðjungur hers Úkraínu hefur tekið þátt í hernaðaraðgerðum en engir bandarískir hermenn hafa orðið fyrir árás rússnesks stórskotaliðs eða kynnst rafeindahernaði Rússa af eigin raun. Það er mjög fróðlegt að kynnast því sem þeir hafa reynt.“

Meginvandi Bandaríkjamanna er þó ekki að rafræn vopn Rússa eru svona áhrifamikil. Meginvandi þeirra er að í marga áratugi hefur bandaríski herinn ekki barist án rafrænna hjálpartækja og þess vegna verður höggið enn meira þegar Rússar geta einmitt lamað þessi rafrænu hjálpartæki.

Konstiantíjn Liesnik, ráðgjafi bandaríska varnarmálaráðuneytisins, segir að Bandaríkjaher standi Rússum ekki snúning í nútímahernaði, þetta hafi átökin í austurhluta Úkraínu. Hann segir við Defense News: „Við sjáum nú stríð framtíðarinnar í Úkraínu. Að mínu áliti sýnir þetta stríð hvernig stríð verða háð á þessari öld og hinni næstu.“

 

Skoða einnig

Zelenskíj segir Bakhmut ekki á valdi Rússa

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði síðdegis sunnudaginn 21. maí að hermenn Rússneska sambandsríkisins hefðu ekki …