Home / Fréttir / Ráðstefna: Aukið vægi Atlantshafsins innan NATO

Ráðstefna: Aukið vægi Atlantshafsins innan NATO

 

conference-2-2-23-06-17png

Varðberg og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands (AMS) efndu til fjölmennrar ráðstefnu í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins síðdegis föstudaginn 23. júní um efnið: Aukið vægi Atlantshafsins innan NATO.

Þetta var fjórða ráðstefnan sem Varðberg og AMS efna til um öryggismál tengd Íslandi og Norður-Atlantshafi síðan í október 2016. Á þessari ráðstefnu núna væru ræðumenn frá Íslandi, NATO, Kanada, Noregi og Bandaríkjunum.

gudl-th-23-06-17Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra setti ráðstefnuna og áréttaði mikilvægi NATO-aðildar Íslands og varnarsamstarfsins við Bandaríkin. Ráðstefnan nú væri haldin í tengslum við tímabærar æfingar í kafbátavörnum sem stundaðar yrðu næstu daga í nágrenni Íslands og hæfust mánudaginn 26. júní.

clive-johnstone-23-06-17pngClive Johnstone, flotaforingi og æðsti yfirmaður flotamála innan NATO, flutti yfirlitsræðu um aukna áherslu innan NATO á öryggismál á hafinu og sagði að líta yrði til fjögurra hafsvæða í því tilliti: Eystrasalts, Atlantshafs, Miðjarðarhafs og Svartahafs. Hann minnti á ræðu sína á fundi Varðbergs í september 2016 og sagði að vel hefði miðað að hrinda ýmsu af því sem hann nefndi þar í framkvæmd og áherslan á viðbúnað á N-Atlantshafi ykist jafnt og þétt.

john-newton-23-06-17John Newton, flotaforingi og yfirmaður flota Kanadamanna, gerði grein fyrir hlutverki flotans og þróun hans. Hann sagði meðal annars að Kanadamenn yrðu að vera við því búnir að glíma við afar erfiðar aðstæður á heimskautasvæðum og nú væri nýr ísbrjótur í smíðum. Hann yrði aðeins í notkun 3 mánuði ár hvert í Norður-Íshafi. Hina 9 mánuðina yrði hann til dæmis til taks í nágrenni Grænlands, Íslands og Noregs.

soley-23-06-17Sóley Kaldal, áhættusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands, gerði grein fyrir hlutverki gæslunnar og hvernig það hefði þróast og breyst á undanförnum misserum.

jacob-23-06-17pngJacob Børresen, fyrrv. flotaforingi frá Noregi, lýsti þróun öryggismála á Noregshafi og í samskiptum Norðmanna og Rússa. Hann lagði áherslu á að ekki mætti gera of mikið úr hættunni af Rússum, efnahagslegir burðir þeirra væru á borð við hagkerfi Spánar. NATO-þjóðirnar ættu ekki að ýta undir eðlislægan ótta Rússa við að sótt væri að þeim heldur ætti að reyna að stofna til viðræðna og samstarfs við þá. Hann sagði að í þessu fælist ekki að skapa ætti tómarúm af hálfu NATO á Norður-Atlantshafi eins og gerst hefði heldur ætti til dæmis að halda uppi stöðugu og öflugu eftirliti af hálfu NATO í GIUK-hliðinu.

jim-townsend-23-06-17pngJim Townsend, fyrrv. aðstoðar-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fyrir Evrópu og NATO, sagðist sammála því að leitast yrði við að eiga samband við Rússa og Bandaríkjastjórn og NATO hefðu vissulega lagt sig fram um að gera það á þeim 20 árum sem hann hefði starfað í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Það hefði verið rætt um aðild Rússa að NATO og stofnað hefði verið sérstakt samstarfsráð með þeim. Á hinn bóginn mætti segja að menn hefðu vaknað upp við vondan draum við innlimun Krímskaga í Rússland. Þá hefðu NATO-ríki í austurhluta Evrópu hvatt til þess að öryggi sitt yrði tryggt með sameiginlegum ráðstöfunum. Þetta yrðu menn að hafa í huga nú þegar hvatt væri til samtala við Rússa, væri unnt að treysta þeim.

Townsend vék sérstaklega að varnarsamstarfi Íslendinga og Bandaríkjamanna og minnti á að þar hefðu orðið umskipti í framkvæmd í september 2006 en mestu skipti að varnarsamningurinn frá 1951 væri í gildi og um hann bæri að standa vörð. Hann væri hornsteinn farsæls samstarfs þjóðanna sem þó snerist um mun víðtækara svið. Í samræmi við hann og þróun mála yrði að taka ákvarðanir um framkvæmd varnarsamstarfsins.

panell-23-06-17pngÍ lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræður undir stjórn Björns Bjarnasonar, formanns Varðbergs. Þær hófust með ávarpsorðum Jónínu Sólveigar Elínardóttur, formanns utanríkismálanefndar alþingis. Íslendingar leggðu áfram sitt af mörkum sem aðilar að NATO til gæslu öryggis á Norður-Atlantshafi og enginn efaðist gildi varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna.soley-kaldal-clive-johnstone-jonina-solveig-23-06-17

Ljósmyndir: Jón Viðar Edgarsson.

Skoða einnig

NATO-aðild Úkraínu til umræðu í Moldóvu og Osló

Í gær (1. júní) lauk tveggja daga óformlegum utanríkisráðherrafundi NATO-ríkjanna í Osló. Þá var einnig …