Home / Fréttir / Pyntingar og sprengingar í Zaporizjzja-kjarnorkuverinu

Pyntingar og sprengingar í Zaporizjzja-kjarnorkuverinu

Zaporizjzja-kjarnorkuverið.

Ihor Murashov, forstjóri stærsta kjarnorkuvers í Evrópu í bænum Enerhodar í Úkraínu, segir frá því í samtali við The Wall Street Journal hve grimmdarlegum aðferðum Rússar beittu við að pynta starfsmenn versins til að fara að vilja sínum.

Rússar hafa hernumið verið frá því í fyrstu viku innrásarinnar í febrúar 2022. Úkraínskir starfsmenn versins hafa haldið því gangandi síðan undir eftirliti rússneskra hermanna.

Forstjórinn segir að rússneska öryggislögreglan, FSB, hafi starfrækt fangelsi neðanjarðar skammt frá verinu. Þar hafi þeir lamið starfsmenn versins með byssuskeftum, skotið þá í fætur og olnboga, neitað þeim um fæðu og sett rafstuð í eyru þeirra og fingur.

Sjálfum var Ihor Murashov sleppt í október eftir sjö mánaða fangavist. Hann segir að Rússar hafi handtekið rúmlega 200 starfsmenn kjarnorkuversins og margir séu enn í haldi þeirra.

Forstjórinn segir að menn hafi mest óttast „Holuna“. Þar hafi að minnsta kosti einn maður verið barinn til dauða.

Flestir 11.000 starfsmanna versins lögðu á flótta en um 3.000 manns halda verinu áfram starfhæfu. Þeir eru með öllum sambandslausir við umhverfið , segir Energoatom, yfirstjórn kjarnorkumála í Úkraínu.

Sprengingar

Laugardaginn 19. og að morgni sunnudags 20. nóvember heyrðust enn á ný við Zaporizjzja-verið að sögn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA. Rafael Grossi, forstjóri IAEA, krefst þess að tafarlaust verði hætt að stofna verinu í hættu með sprengjum. Sé því haldið áfram „leiki menn sér að eldi“

Forstjórinn segir ekki hver stendur að baki árásum á verið. Stríðsaðilar saka hvor annan um að ráðast á risa-kjarnorkuverið.

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …