Home / Fréttir / Pútín velur nýjan forsætisráðherra

Pútín velur nýjan forsætisráðherra

Mikhail Mishustin
Mikhail Mishustin

Vladimír Pútín Rússlandsforseti gerði Mikhail Mishustin ríkisskattstjóra að forsætisráðherra Rússlands miðvikudaginn 16. janúar. Mishustin er 53 ára og hefur starfað í rússneska stjórnarráðinu síðan 1998. Frá 2010 hefur hann verið ríkisskattstjóri og ekki látið mikið fyrir sér fara.

Pútín gerði þessar breytingar á stjórnarforystu Rússlands eftir þá skyndilegu vendingu að Dmitríj Medvedev forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt miðvikudaginn 16. janúar.

Pútín lagði til breytingar á stjórnarskránni sem miða að því að hann geti haft ráð Rússlands í hendi sér eftir 2024 sem forsætisráðherra þegar síðara og lokakjörtímabili hans sem forseta lýkut í þessari lotu. Hann sagði öllu skipta að þjóðin greiddi atkvæði um stjórnarskrárbreytingarnar.

Eftir að Pútín kynnti tillögur sínar að nýjum stjórnarskrárákvæðum sagði Medvedev af sér. Hann hvarf þó ekki úr valdakerfinu innan Kremlar því að Pútin gerði þennan gamla samherja sinn að varaformanni öryggisráðs forsetans.

Fréttastofa France 24 segir að uppstokkunin á ríkisstjórninni hafi valdið áfalli meða pólitískra fyrirmanna í Rússlandi. Þeir hafi ekki vitað neitt um hvað fyrir Pútín vekti.

Medvedev hefur verið forsætisráðherra í næstum átta ár. Eftir að fyrstu tveimur fjögurra ára kjörtímabilum Pútíns sem forseta lauk 2008 varð Medvedev forseti frá 2008 til 2012 og skipaði Púitín sem forsætisráðherra. Medvedev beitti sér fyrir því að kjörtímabil forsetans var lengt úr fjórum árum í sex ár.

 

Skoða einnig

NATO verður að móta norðurslóðastefnu til að svara umsvifum Rússa frá Kólaskaga

Liselotte Odgaard er Senior Fellow, Hudson Institute, Washington, D.C. Greinin sem hér er sagt frá …