Home / Fréttir / Pútin veifar kjarnorkuvopnum – Zelenskíj samþykkir viðræður

Pútin veifar kjarnorkuvopnum – Zelenskíj samþykkir viðræður

Vladimir Pútin Rússlandsforseti flutti sjónvarpsávarp síðdegis sunnudaginn 27. febrúar og sagðist hafa gefið fyrirmæli um að setja kjarnorkuhefla Rússlands á hæsta viðbúnaðarstig. Hann sakaði NATO-þjóðir um að ögra Rússum með „ógnandi yfirlýsingar“ og óviðunandi efnahagsþvingunum meðal annars gegn forsetanum sjálfum.

Í ávarpinu sem Pútin flutti aðfaranótt fimmtudags 24. febrúar ýjaði hann að beitingu kjarnorkuvopna yrði spjótum beint að Rússum.

Rússlandsforseti hafði varnarmálaráðherra sinn og yfirmann rússneska hersins viðstadda þegar hann flutti ávarpaði og ógnaði með kjarnorkuvopnunum.

Viðræður boðaðar

Volodymyr Zelenskíj, forseti Úkraínu, tilkynnti skömmu síðar sunnudaginn 27. nóvember að fulltrúar stjórnar sinnar myndu ræða við Rússa í járnbrautarlest á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands.

Að morgni sunnudagsins bárust fréttir um að rússneskur herafli hefði náð annarri stærstu borg Úkraínu, Kharkiv, á sitt vald. Síðdegis sama sunnudag tilkynnti landstjóri Kharkiv-hérað að Úkraínumenn hefðu borgina á valdi sínu. Fjölmargir rússneskir stríðsfangar hefðu lagt niður vopn eftir að lúta í lægra haldi eftir götubardaga í borginni.

Sókn rússneska hersins gegn höfuðborginni Kyív hefur verið hrundið af heimamönnum til þessa.

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …