Home / Fréttir / Pútín samþykkir nýja flotastefnu – þung áhersla á Atlantshaf

Pútín samþykkir nýja flotastefnu – þung áhersla á Atlantshaf

Vladimír Pútín fylgist með flotasýningu á Eystrasalti.
Vladimír Pútín fylgist með flotasýningu á Eystrasalti.

Í tilefni dags rússneska flotans, sunnudaginn 26. júlí, samþykkti Vladimír Pútín Rússlandsforseti nýja flotastefnu þar sem lögð er áhersla á öflugt úthald herskipa á Atlantshafi. Stefnan nær til herskipa, flutningaskipa og hafrannsóknarskipa. Hún nær nú í fyrsta sinn til suðurskautsins.

Í stefnunni segir að NATO framkvæmi nú „óviðunandi“ áætlanir um að flytja hergögn að landamærum Rússlands.

Dmitríj Rogozin, varaforsætisráðherra Rússlands, var með Pútín í hafnarborginni Baltiisk, á skaga út úr Kaliningrad, þegar flotinn efndi þar til sýningar í tilefni dagsins. Rogozin sagði að nýja flotastefnan endurspeglaði „breytingar í alþjóðastjórnmálum og það markmið að efla Rússland sem mikið flotaveldi“.

Rússar halda úti rúmlega 80 herskipum víða um heim um þessar mundir segir í tilkynningu varnarnmálaráðuneytisins í Moskvu í tilefni dags flotans.

Herskipin 80 eru af ýmsum gerðum og sinna nú verkefnum víða um heimshöfin, á Atlantshafi, Miðjarðarhafi og Aden-flóa svo að þrír staðir séu nefndir. Rúmlega 10 herskip ásamt birgðaskipum eru á Miðjarðarhafi. Rússar halda að jafnaði úti flotadeild þar.

Beitiskipið Moskva sem búið er stýriflaugum er nú að æfingum á Suður-Atlantshafi með hópi skipa úr Svartahafsflotanum. Kafbátaflotinn við Svartahaf hefur verið efldur og stjórnstöð hans er í borginni Novorossijsk. Þá er unnið að smíði skipa af nýrri gerð fyrir Svartahafsflotann, þar á meðal sex eftirlitsskipa,

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …