
Vladimir Pútin Rússlandsforseti fer hörðum orðum um stjórnmálaleg grunngildi sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar í viðtali við The Financial Times sem birtist föstudaginn 28. júní.
Forsetinn segir að grunngildi eins og þau sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafi gengið sér til húðar,
Hér tekur hann af skarið um að sem hugmyndafræði hafi frjálslyndið „fyrnst“ segir bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC.
Eftir nær tveggja áratuga stjórn Rússlands lætur Pútin ekki þar við sitja að afskrifa frjálslynd grundvallarviðhorf sem sett hafa sterkastan svip á Vesturlönd frá stríðslokum. Hann lýsir einnig þeirri skoðun að þessi viðhorf stangist á við það sem íbúar um heim allan vilji helst.
Viðtalið með þessum róttæku sjónarmiðum birtist sama dag og leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í japönsku hafnarborginni Osaka,
Meðal þátttakenda í Osaka-fundinum er Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB. Eftir að hafa kynnt sér boðskap Pútins lá Tusk ekki á skoðun sinni og lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta.
„Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu útelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk.