Home / Fréttir / Pútín í Berlín á fundi um Úkraínu

Pútín í Berlín á fundi um Úkraínu

 

 

Angela Merkel og Vladimir Pútín.
Angela Merkel og Vladimir Pútín.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti kemur til Berlínar miðvikudaginn 19. október í fyrsta sinn síðan Úkraína varð deiluefni snemma árs 2014. Pútin mun ræða við forseta Frakklands og Úkraínu auk kanslara Þýskalands.

Angela Merkel Þýskakanslari tekur á móti Pútín en tilgangur Berlínar-fundarins er að meta framvindu mála í Úkraínu með tilliti til friðarasamkomulagsins sem kennt er við Minsk. Síðast var sambærilegur fundur í París í október 2015. Merkel heimsótti Moskvu í maí 2015.

Það var ekki fyrr en föstudaginn 14. október sem Steffen Seibert, talsmaður Þýskalandskanslara, staðfesti að fundurinn yrði 19. október að tillögu Rússa. Þennan dagi hafði Pútín ætlað að vera í París vegna vígslu á kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en hætti skyndilega við förina þangað þegar François Hollande Frakklandsforseti sagðist aðeins vilja ræða við hann um Sýrland ef þeir hittust í París.

Seibert sagði þriðjudaginn 18. október að lengi hefði verið rætt um að halda þennan fjögurra ríkja fund um Úkraínu. Friðarsamkomulagið í Minsk var gert í febrúar 2015. Til þessa hefur það ekki leitt til viðhlítandi vopnahlés milli aðskilnaðarsinna holla Rússum og hermanna Úkraínustjórnar.

Heimild: FAZ

 

 

Skoða einnig

Zelenskíj segir Bakhmut ekki á valdi Rússa

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði síðdegis sunnudaginn 21. maí að hermenn Rússneska sambandsríkisins hefðu ekki …