Home / Fréttir / Pútin hreykir sér af ofurhljóðfráum vopnum

Pútin hreykir sér af ofurhljóðfráum vopnum

 

Vladimir Pútin Rússlandsforseti og Sergei Soihgu varnarmálaráðherra.
Vladimir Pútin Rússlandsforseti og Sergei Shoigu varnarmálaráðherra.

Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði þriðjudaginn 24. desember að Rússar hefðu náð miklu forskoti í hönnunn nýrra vopna og þeir væru eina þjóð heims sem hefði tekið ofurhljóðfrá vopn í notkun.

Forsetinn lét þessi orð falla á fundi með forystumönnum Rússlandshers. Þar hreykti hann sér af því að í fyrsta sinn í sögunni hefðu Rússar forystu um þróun algjörlega nýrrar gerðar af vopnum. Þeir væru ekki lengur í sömu stöðu og áður að reyna að halda í við Bandaríkjamenn.

Pútín minnti á að í kalda stríðinu hefðu Sovétmenn staðið að baki Bandaríkjamönnum við hönnun kjarnorkupsrengjunnar, smíði langdrægra spengjuvéla og elflauga.

„Staða okkar nú er einstök í nútímasögunni þegar þeir reyna að halda í við okkur,“ sagði Rússlandsforseti. „Ekkert annað ríki á ofurhljóðfrá vopn, svo að ekki sé minnst á ofurhljóðfrá vopn sem senda má heimshorna á milli.“

Í frétt AP um ræðu Pútins segir að á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins og Bandaríkjahers hafi undanfarin ár verið unnið að þróun ofurhljóðfrárra vopna. Mark Esper varnarmálaráðherra hafi sagt í ágúst að líklega myndu Bandaríkjamenn eiga slík vopn innan tveggja ára. Hann vill að hönnun og gerð vopnanna verði forgangsverkefni samhliða því sem tryggð verði langdrægni þeirra.

Skýrslur hafa verið lagðar fyrir Bandaríkjaþing þar sem því er lýst að erfitt verði að fylgjast með og ofurhljóðfráum flaugum Rússa og Kínverja. Kynntar hafa verið hugmyndir um að Bandaríkjamenn setji lag nema í geiminn til að finna óvinveittar flaugar eins fljótt og verða má. Þá skoðar Bandaríkjastjórn einnig tillögur um að setja vopn til fyrirflugs í geiminn svo að unnt sé að eyða óvinaflaugum á fyrstu mínútum ferðar þeirra á meðan enn logar á aflauka-vélum þeirra.

Pútin sagði að fyrsta virka eldflaugastöðin fyrir Avangard ofurhljóðfráa sviftækið kæmi til sögunnar fyrir áramót. Ofurhljóðfráa Kinzhal-flaugin sem skotið er úr flugvél er þegar orðin hluti af vopnabúri Rússlandshers.

Pútin kynnti Avangard og Kinzhal fyrst til sögunnar í ræðu sem hann flutti í mars 2018. Þá sagði hann að senda mætti Avangard heimshorna á milli á meira en 20 földum hraða hljóðsins. Hann nefndi að þar sem unnt væri að stýra vopninu bæði upp og niður og til hliða á leið þess að skotmarkinu gætu gagneldflaugakerfi ekki grandað því.

„Þetta er vopn framtíðarinnar, með því má brjótast í gegnum eldflaugavarnir líðandi stundar og framtíðarinnar,“ sagði Pútin aðfangadag.

Á sama fundi og Pútín lýsti nýjum, háþróuðum vígtólum Rússa sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra að á árinu 2019 hefði herinn fengið 143 nýjar flugvélar og þyrlur, 624 brynvarin ökutæki, einn kafbát og átta herskip. Hann sagði að á árinu 2020 yrði unnið að endurnýjun rússneska heraflans af sama krafti. Þá bættust við 22 langdrægar eldflaugar, 106 flugvélar, 565 brynvarin ökutæki, þrír kafbátar og 14 herskip.

Heimild: AP

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …