Home / Fréttir / Pútín gerir grín að fundi Trumps með Lavrov

Pútín gerir grín að fundi Trumps með Lavrov

 

Vladimir Pútín
Vladimir Pútín

Vlaidimir Pútín Rússlandsforseti segist fús til að birta opinberlega frásögn af fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Sergeijs Lavrovs, utanríkisráðherra Rússa, í Washington miðvikudaginn 10. maí.

Pútín sagði í Sotsjí miðvikudaginn 17. maí að hann mundi afhenda Bandaríkjaþingi hljóðupptökur af fundi forsetans og utanríkisráðherrans í Washington ef stjórn Trumps samþykkti það. Síðar sagði ráðgjafi Pútíns að engar upptökur væru til heldur skrifleg frásögn manns sem sat fundinn til að skrá það sem þar gerðist.

Harðar deilur eru í Washington um hvort Trump hafi rofið trúnað við Ísraela með því að upplýsa Rússa um eitthvað sem leyniþjónusta þeirra hafði sent Bandaríkjastjórn til upplýsinga. Pútín sagði að þessar deilur Bandaríkjamanna líktust „pólitískum geðklofa“.

Á blaðamannafundinum í Sotsjí skemmti Pútín sér yfir pólitíska uppnáminu í Washington vegna viðræðna Trumps og Lavrovs. Hann kynni að veita Lavrov „áminningu“ fyrir að hafa ekki miðlað umræddum trúnaðarupplýsingum til rússneskra leyniþjónustustofnana. Lavrov hefði hvorki miðlað þessum upplýsingum til sín (Pútíns) né fulltrúa rússnesku leyniþjónustunnar. „Það er honum til lítils sóma,“ sagði Pútín og vöktu orð hans hlátur meðal viðstaddra.

 

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …